Back to All Events

Hvað er Firestarter? | What is Firestarter?

  • MENGI 2 Óðinsgata Reykjavík, 101 Iceland (map)

Firestarter - Reykjavik Music Accelerator heldur kynningarfund í Mengi þriðjudaginn 20. ágúst næstkomandi.

Firestarter er fyrsti viðskiptahraðallinn á Íslandi sem miðar að því að rækta tónlistarfrumkvöðla, styrkja umgjörð viðskipta og efla tengsl tónlistar við umhverfi nýsköpunar og tækni.
Allt að sjö verkefni verða valin til þátttöku í hraðlinum sem hefst í október n.k. og fá þau aðgang að fullbúinni vinnuaðstöðu, ráðgjöf og leiðsögn frá fjölmörgum sérfræðingum, fjárfestum og reyndum frumkvöðlum þeim að kostnaðarlausu yfir fjögurra vikna tímabil.

⌚️ Þriðjudaginn 20. ágúst kl. 17:00-18:00
🏠 Mengi

Dagskrá:
👉 María Rut Reynisdóttir, verkefnastjóri Tónlistarborgin Reykjavík og Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN
👉 Haraldur Hugosson frá Genki Instruments
👉 Spurt og svarað með Melkorku Sigríði Magnúsdóttur, verkefnastjóra Firestarter

Eftir dagskránna verða léttar veitingar í boði auk þess sem gestum og gangandi gefst kostur á að prófa Wave hringinn frá Genki Instruments.

Að Firestarter standa Tónlistarborgin Reykjavík, ÚTÓN og Icelandic Startups með stuðningi Senu Live, Samtóns og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytissins.
_______________________

Opið er fyrir umsóknir í Firestarter til 30. ágúst á www.firestarter.is

Earlier Event: August 17
Risastórt teknópartí!
Later Event: August 21
Ife Tolentino & Óskar Guðjónsson