Back to All Events

Ásta Fanney | 4 hljóðverk og hugmynd að löngu dægurlagi

  • MENGI 2 Óðinsgata Reykjavík, 101 Iceland (map)

4 hljóðverk og hugmynd að löngu dægurlagi.
Ásta Fanney kynnir til leiks 4 hljóðverk sem verða sett upp og flutt í mengi 21. september 2019 ásamt hugmynd að löngu dægurlagi.

Öll hljóðverkin eru unnin útfrá draumi sem hana dreymdi um að vera sein á sinn eigin viðburð og upplifa ýmis konar óvænta erfiðleika.

- Fyrsta verkið er um tóma snákinn
- Annað verkið er um mynd af hverfandi haustblómum neðst á pýramída.
- Þriðja verkið er um gjafapokana
- Fjórða verkið er um flugmannagalla og mannvistarleifar

Verkin svindla, þau eiga það til að breiða úr sér eins og haustflensa, fara yfir á mörk hljóðspora og hljóðaljóða, jafnvel hætta sér inn í álmur tónverka og myndskreytinga.

***

Ásta Fanney Sigurðardóttir er listakona og skáld. Hún fæst við texta, myndlist og tónlist í verkum sínum sem oftar en ekki eru viðburða- eða gjörningatengd. Hún útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2012 og hefur síðan þá sýnt og flutt verk sín í einkasýningum, samsýningum og hátíðum bæði hérlendis og erlendis.

Húsið opnar 20:30 | Miðaverð er 2.000 kr.

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

4 soundworks and and an idea for a long ballad.
Ásta Fanney presents you with 4 new soundworks that will be installed and performed in the space of Mengi on the 21.september 2019 along with an idea of a long ballad.

All of the soundworks are inspired by the same dream. She dreamt about herself being late to this event and experiencing unexpected trouble.

- the 1st work is inspired by the dream, the part with an empty snake
- the 2nd work is inspired by the dream, the part with a picture of fading autumn flowes on the bottom of a pyramid
- the 3rd work is inpired by the the dream, the part with the giftbags
- the 4th work is inspired by the dream, the part with the pilot suit and human remains

The works cheat, they spread like a flu into the borders of soundtracks and soundpoetry. They even dare into the realms of composition and illustration.

***

Ásta Fanney Sigurðardóttir is an artist and poet. She works with text, visual art and music in her works that often are event- or performance based.
She graduated from the Academy of Arts in Iceland in 2012 and has since then exhibited and performed her work in soloshows, groupshows and festivals both in Iceland and abroad.

Doors open at 8::30pm | Tickets: 2.000 kr.

Earlier Event: September 20
Night of improvised music
Later Event: September 26
Magnús Jóhann