Back to All Events

Nú sker ég netin mín | Bókaútgáfa Svikaskálda

  • MENGI 2 Óðinsgata Reykjavík, 101 Iceland (map)

Svikaskáld bjóða til útgáfuhófs í Mengi, Óðinsgötu 2, fimmtudaginn 19. september kl. 17, til að fagna útkomu nýrrar ljóðabókar, Nú sker ég netin mín.

Bókin er fáanleg í forsölu á www.svikaskald.com og geta kostunaraðilar nálgast árituð eintök sín í útgáfuhófið.

Nú sker ég netin mín er þriðja bók Svikaskálda. Áður hafa komið út Ég er ekki að rétta upp hönd (2017) og Ég er fagnaðarsöngur (2018).

Ljóðalestur, léttar veitingar og allir velkomnir!

---

Undirheimar

Þeim mun stærri netum sem ég kasta frá borði
því betur finn ég að undirmeðvitundin
er gnægtarpollur

hyldýpi af ljóseindum, myrkrakompum og gróðri
sem tunglið eitt hefur togkrafta til að færa úr stað

neðansjávardýrin eru ófreskjurnar
sem umbreytast um leið og horft er á þær

faðir minn kenndi mér að veiða í net
móðir mín að synda

nú sker ég netin mín
og flétta úr þeim reipi
bind um úlnlið áður en ég sting mér til sunds
hnífarnir ískaldir taka beittir á móti mér

undir niðri er djúpið
volgt, myrkt og kunnuglegt

Ragnheiður Harpa

Later Event: September 20
Night of improvised music