Okkur í Mengi er sérstök ánægja að skýra frá því að staðurinn hefur loksins eignast píanó. Við höfum um árabil notast við Yamaha rafmagnsflygil sem Kjartan Sveinsson var svo góður að lána okkur í öll þessi ár. Fáir hafa leikið jafn oft á rafmagnsflygilinn í Mengi eins og söngkonan og píanóleikarinn Kristín Anna og því er við hæfi að hún vígi nýja hljóðfærið í Mengi næstkomandi föstudag með sérstökum tónleikum.
Píanóið kemur frá foreldrum Bjarna Gauks, stofnanda Mengis. Hljóðfærið var á æskuheimili hans á Blönduósi en Sigurður faðir hans heitinn var bæði píanóleikari og harmónikkuleikari. Okkar eini sanni Diddi píanóstillari hefur lagt blessun sína yfir píanóið og segir það hæfa bestu píanóleikurum heims.
Mengi mun halda áfram að heiðra gripinn með mánaðarlegum tónleikum á næstunni.
Húsið opnar kl. 20:30 | Píanóið verður vígt kl. 21:00 | Miðaverð er 2.500 kr.
∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞
We at Mengi are happy to announce that the place finally has a piano! For years we have been using a Yamaha electric grand piano that Kjartan Sveinsson has been so kind to let us use for all this time. Few have played the electric grand at Mengi as often as singer and pianist Kristín Anna. Therefore it is appropriate that she takes us on the maiden voyage in Mengi with a special concert.
The piano comes from Bjarni Gaukur's (founder of Mengi) parents. It was a part of his childhood home in Blönduós since his father, Sigurður, played both the piano and the accordion. Iceland's best piano tuner Diddi has approved the new instrument, saying that it is suitable for the best piano players in the world.
Mengi will continue to celebrate the instrument by hosting monthly nights for various pianists to try it out.
Doors at 8:30 pm | Starts at 9pm | Tickets: 2.500 kr.