Back to All Events

Kraftgalli

  • MENGI 2 Óðinsgata Reykjavík, 101 Iceland (map)

Kraftgalli (Arnljótur Sigurðsson) ætlar að fagna útgáfu á nýju lagi sínu, Rússíbani, með tónleikum í Mengi, laugardagskvöldið 7. september klukkan 21.

Lagið kemur þá út á samræmdum streymisveitum og bandcamp síðu Arnljóts, arnljotur.bandcamp.com

Á efnisskránni verður fyrrgreint lag að sjálfsögðu spilað, auk þess sem hann kynnir væntanlegar útgáfur tvær. Annars vegar bókina Trítladansinn sem kemur út hjá Print & Friends Verlag í haust.
Þar kafar Kraftgalli dýpra í menningu trítlanna með 24 síðna bók með teikningum af frumsömdum danssporum sem kynnt verða á tónleikunum. Lagið Trítladansinn mun fylgja bókinni og verður það flutt á tónleikunum. Hins vegar mun hann spila efni af nýrri plötu sem stefnt er að komi út fyrir jól. Þar ægir saman sambatöktum og rokki og róli, elektródiskói og ímynduðu þemalagi fyrir vetrarólympíuleika í Japan. Uppklapp í boði gegn dansi.

Húsið opnar 20:30 | Tónleikar hefjast 21:00 | Miðaverð 2000 kr.

—————————-

Kraftgalli

SATURDAY SEPTEMBER 7TH
Kraftgalli (Arnljótur Sigurðsson) celebrates the release of his new sigle, Rússíbani, with a concert-event in Mengi on Saturday, starting at 9pm.

The single may be collected on Arnljótur's BandCamp page; arnljotur.bandcamp.com

On the program are, among Rússíbani, the two upcoming releases of Arnljótur:
The Trítladans book, which will be released at Print & Friends Verlag this fall.
There, Kraftgalli delves deeper into the culture of "trítlar" with a 24-page book.
The song Trítladansinn is included with the book and it will be performed at the concert.
He will too be playing the material of a new album which is due for release by Christmas. It features samba, rock and roll, electro-disco and imaginary theme-song for winter the 2020 Olympics in Japan. Bring your dance shoes!

Doors at 20:30 | Starts 21:00 | Tickets 2000 kr.

Earlier Event: September 6
Hlökk | Útgáfuhóf