Back to All Events

Open Club Day í Mengi | Hákon Bragason & Þorsteinn Eyfjörð

  • MENGI 2 Óðinsgata Reykjavík, 101 Iceland (map)

Laugardaginn 1. febrúar verða tónleikastaðir í höfuðborginni með opið hús fyrir gesti og gangandi og Mengi tekur þátt.



Opið verður hjá okkur milli kl. 14 & 17.
Hægt verður að hlusta á Mengi - Retrospective; tónlistarbrot úr ýmsum viðburðum staðarins frá fjölbreyttu starfi síðustu ára.
Fáið ykkur sæti, takið upp heyrnatólin og hlýðið á.



Hákon Bragason sýnir gestum modular syntha sem hann hefur fengist við að smíða. Útskýrir ferlið við að búa til hardware syntha ásamt því að kynna gestum fyrir shakuhatchi flautum sem einnig eru heimasmíðaðar af honum.



Þorsteinn Eyfjörð sýnir gestum tvö af sínum heimasmíðuðu hljóðfærum; GORM og naglafiðlu. Gestum er velkomið að prófa hljóðfærin og kynnast þeim.
Þorsteinn býður upp á show & tell og í kjölfarið hefja þeir félagar spuna kl. 16

Þeir sem vilja fá hljóðupptöku spunatónleikanna senda geta fengið hana á .wav formi til að eiga.



Skemmtileg dagskrá verður á öllum tónleikastöðunum sem taka þátt og má m.a. nefna fjársjóðsleit, göngu með Arnari Eggerti, viðburði, leiðsögn og vinnustofur. Við hvetjum alla til að kynna sér dagskrána og finna eitthvað við sitt hæfi.

Dagskráin eru liður í þátttöku Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur og tónleikastaða borgarinnar í Open Club Day er fjölmargir tónleikastaðir víðsvegar um Evrópu opna dyr sínar að degi til fyrir gestum og gangandi.

#openclubday

Later Event: February 6
Flaaryr & Gígja Jónsdóttir