Back to All Events

Sjö ára afmæli Mengis | Opnun sýningarinnar MIRA!

  • Mengi 2 Óðinsgata 101, Reykjavík Iceland (map)

Þér er boðið á opnun sýningarinnar MIRA! í Mengi laugardaginn 12. desember en þá fagnar Mengi sínu sjöunda starfsári. Orri Jónsson, ljósmyndari og tónlistarmaður býður gestum að ganga inn í heim fjölskyldu sinnar í Mexíkó er hún hreiðraði um sig í litlu þorpi í Oaxaca héraði í fjóra mánuði, með það fyrir augum að ráðast í tilraunakennt námsverkefni, í samstarfi við Mengi. Tilgangurinn var að endurhugsa nálgun sína á nám, búa til svigrúm til að vera saman, skapa og upplifa.

Í Mengi gefst nú fólki kostur á að fá ofurlitla innsýn inn í þetta verkefni. Þar má finna hljóðbúta úr samtölum, sýnishorn af myndlist og dagbókarfærslum, skissur, glósur og teikningar eftir fjölskylduna.

Opið verður hjá okkur á Óðinsgötu 2 milli 13 og 18. Veriði öll velkomin!

Eftir lokun sýningarinnar munu Ólöf Arnalds og Þorleifur Gaukur Davíðsson leika lög sín fyrir áheyrendur og geta forvitinir guðað á glugga en sjálfir tónleikarnir verða sendir út miðvikudaginn 16. desember á miðlum Mengis og Reykjavíkurborgar.

Við virðum sóttvarnarreglur og biðjum gesti um að bera grímur og miðast fjöldatakmarkanir við 10 manns í einu innanhúss.
Við hvetjum ykkur til þess að líta við og skoða sýninguna en hún stendur opin fram í janúarbyrjun.

∞ ∞ ∞

You are invited to the opening of MIRA! in Mengi on Saturday December 12th, when Mengi celebrates its seventh birthday.
An exhibition by Orri Jónsson, where you enter his family's world in Mexico as they stayed in a small village in Oaxaca province during a four month period in 2016.

An experimental study project in collaboration with Mengi. The purpose was to rethink their approach to learning and creating.

The exhibition gives a little insight into this project where you can find audio clips from conversations, samples of art and diary entries, sketches, notes and drawings by the family.

We will be open on Óðinsgata 2 between 13 and 18. All are welcome!

After the doors close, Ólöf Arnalds and Þorleifur Gaukur Davíðsson will record a concert and curious bypassers can look through the window.
The concert itself will be broadcast on Wednesday 16th of December on Mengi's and the City of Reykjavík's media.

We respect the COVID-19 measurements and ask guests to wear masks. We can only invite 10 people at a time indoors.
We encourage you to take a look and experience the exhibition, which is open until the beginning of January.

Earlier Event: November 28
TÓMASMENGI: Femme Terror
Later Event: December 12
Sýningin MIRA! í Mengi