Back to All Events

Ausa eftir Lee Hall *UPPSELT*

  • MENGI 2 Óðinsgata Reykjavík, 101 Iceland (map)

Leikhópurinn Casta Diva setur upp AUSU eftir verðlaunahöfundinn Lee Hall í Mengi

,,Það er alveg sama hvað maður á bágt á meðan maður er að deyja, það er samt yndislegt að vera lifandi “

Ausa er einleikur sem fjallar um unga stelpu sem hefur fengið það flókna verkefni að kynnast dauðanum á barnsaldri. Hún segir sögu sínu og leggur af stað í mikið ferðalag um minningar sínar og hugmyndir um lífið og dauðann.

Leikritið var frumflutt sem útvarpsleikrit á menningarrás BBC í Bretlandi árið 1997 og hlaut ótrúlegar viðtökur. Ári síðar var verkið sviðsett fyrir BBC2, því var sjónvarpað og fór það svo seinna á leiksvið í Bretlandi. Hér heima var verkið flutt sem útvarpsleikrit árið 2001 og svo sýnt sem sviðsverk árið 2004.

Leikari: Steinunn Arinbjarnardóttir
Leikstjórn: Tómas Helgi Baldursson
Tónlist: Unnsteinn Manuel Stefánsson
Hljóðmynd: Unnsteinn Manuel Stefánsson og Gunnhildur Birgisdóttir
Þýðing: Jón Viðar Jónsson
Leikmynd: Skúli Sigurðsson
Ljósmyndir: Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir
Grafísk hönnun : Júlía Runólfsdóttir

Earlier Event: September 11
Mikael Máni ásamt hljómsveit
Later Event: September 17
Ausa eftir Lee Hall *UPPSELT*