Back to All Events

Guðmundur Pétursson

  • Mengi 2 Óðinsgata 101, Reykjavík Iceland (map)

Bókið sæti á booking@mengi.net Ath. Grímuskylda er á viðburðinn.

Guðmundur Pétursson gítarleikari og tónskáld heldur einleikstónleika laugardsaginn 30. janúar. Hann mun spila efni af öllum sínum plötum ásamt nýjum hugleiðingum sértaklega gerðum af þessu tilefni.

Guðmundur Pétursson hefur leikið á um 200 plötum, óteljandi tónleikum og sjónvarpsþáttum auk hljómleikaferða um fimm heimsálfur. Ferillinn átti rætur í blústónlistinni og hefur síðan ferðast í gegnum margar stefnur með ólíkum listamönnum frá Pinetop Perkins til Pattie Smith. Guðmundur hefur gefið út plöturnar Ologies (2008), Elabórat (2011), Sensus (2015) og Concerto for Electric Guitar and Orchestra (2019). Hann hefur komið við í klassískrar tónlistar bæði sem tónskáld og einleikari og meðal verka hans eru “Konsert fyrir rafmagnsgítar og hljómsveit” sem frumfluttur var í Hofi 2016 og “Enigma - Fyrir rafmagnsgítar og kammersveit” sem frumflutt var á Myrkum Músíkdögum 2017. Á vettvangi jazztónlistar hefur hann hlotið Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir tónverk sitt “Henrik” (2015), plötu ársins með hljómsveitinni Annes (2017) og tilnefningu fyrir verkið “Trump”. Auk þess hefur hann þrívegis fengið sömu verðlaun fyrir gítarleik sinn.

Húsið opnar 20:30 | Miðaverð 2500 kr.

Takmarkaður sætafjöldi.

Earlier Event: January 23
Ausa eftir Lee Hall
Later Event: February 1
Tómleikar | Sideproject