Back to All Events

Hafið og Helga EA2 | Heiða Árnadóttir & Hilmar Jensson

  • Mengi 2 Óðinsgata 101, Reykjavík Iceland (map)

Heiða Árnadóttir og Hilmar Jensson flytja verkið Home Is Where Your Light Is eftir Ásbjörgu Jónsdóttur í Mengi þann 21. október kl. 20. Á viðburðinum verður einnig myndband við verkið Helga EA2 (fyrir rödd og rafrás) frumsýnt. Í verkunum mætast klassísk tónlist og raftónlist undir áhrifum frá jazztónlist þar sem spuni á ríkan þátt í þeim báðum.

Um verkin:
Texti verksins Helga EA2 flytur örlagasögu Helgu EA2, skips sem var keypt til Íslands nokkru fyrir þarsíðustu aldamót en ljóð Ragnars S. Helgasonar frá Álftafirði í N-Ísafjarðarsýslu liggur því til grundvallar. Helga, unnusta eins smiðsins lést við sjósetningu skipsins og var eftir það talin verndarengill skipsins og fylgdi því og verndaði þar til skipið sigldi áhafnarlaust út á haf og hefur síðan ekki sést. Verkið er eins konar samtal á milli Helgu og sögumanns. Allt hverfist um röddina, blæbrigði hennar og leiðir hennar til að tjá tilfinningar og segja sögu, án og með orðum.

Home Is Where Your Light Is er spunadrifið tónverk sem var samið fyrir Heiðu Árnadóttur og Hilmar Jensson sumarið 2015 af Ásbjörgu Jónsdóttur tónskáldi. Verkið var hluti af verkefninu „Akranesviti: Rými til tónsköpunar” sem fór fram í Akranesvita það sama sumar. Verkið var samið undir áhrifum af rýminu og eiginleikum þess. Í verkinu mætast vitinn, náttúran og hafið á ljóðrænan og mannlegan hátt.

Aðgangur er ókeypis.

Viðburðurinn er styrktur af Menningarsjóði FÍH og er í samstarfi við Óperudaga.

Ragnheiður (Heiða) Árnadóttir er söngkona og staðarlistamaður Myrkra músíkdaga 2020-2022. Á ferli sínum hefur hún lagt ríka áherslu á flutning nútímatónlistar, sem og þjóðlaga-, djass-, tilrauna, og ljóðatónlistar. Hún hefur frumflutt fjölmörg verk íslenskra tónskálda, þar á meðal eftir Gunnar Karel Másson, Ásbjörgu Jónsdóttur, Hafstein Þórólfsson, Birgit Djupedal, Þórönnu Björnsdóttur, Guðmund Stein Gunnarsson og Þórunni Grétu Sigurðardóttur. Heiða hefur tekið þátt í mörgum uppfærslum á sviðsverkum eins og Elsu alvitru eftir Þórunni Grétu, barnaleikritið Út í kött, Helgu EA2 eftir Ásbjörgu og Einvaldsóð eftir Guðmund Stein Gunnarsson. Heiða var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2020 sem söngkona ársins í flokki sígildrar og samtímatónlistar.

Hilmar Jensson lauk námi við tónlistarskóla FÍH árið 1987, hlaut Bachelor gráðu við Berklee árið 1991 og hlaut einkakennslu frá Mick Goodrick, Jerry Bergonzi, Hal Crook og Joe Lovano. Hann hefur tekið upp og flutt tónlist um víðan völl og hefur komið fram á yfir 50 plötum, þar af 8 sem hljómsveitarstjóri. Hann hefur komið fram í 35 löndum með tríói sínu TYFT, AlasNoAxis (Jim Black), MadLove (Trevor Dunn), Mogil, Outhouse, BMX og mörgum öðrum. Hilmar einnig einn af stofnendnum listasamtakanna Kitchen Motors/Tilraunaeldhússins.

• • •

Heiða Árnadóttir and Hilmar Jensson will perform the piece Home Is Where Your Light Is by Ásbjörg Jónsdóttir in Mengi on the 21st of October at 20h. At the event there will also be a premiere of a video to the piece Helga EA2 (for voice and electronic voice). In both pieces classical music meets electronic music under the influence of jazz music where both pieces have improvised parts.

The text of the piece tells the story of Helga EA2, a ship that was bought to Iceland around 1900. The piece is set to a poem by Ragnar S. Helgason. Helga, the fiancée of one of the boat carpenters died at the launch of the ship and was after that considered the guardian angel of the ship. She followed the ship and protected it until it navigated crewless out to sea and has not been seen since. The piece is a conversation between Helga and the narrator. Everything revolves around the voice, its nuances and its ways of expressing emotions and telling a story, without and with words.

Home Is Where Your Light Is is a piece written for Heiða Árnadóttir and Hilmar Jensson by Ásbjörg Jónsdóttir composer. The piece is a part of the project "Akranesviti: A space for composing" which took place in Akranes lighthouse in the summer of 2015. The piece was composed under the influence of the space in the lighthouse, its features and acoustics. In the piece the lighthouse, nature and the ocean come together in both a lyrical and human way.

Free entry.

The event is in collaboration with Opera Days and is sponsored by Menningarsjóður FÍH.

About the artists:

Heiða Árnadóttir is the local artist of the Dark Music Days festival 2020-2022. In her career she has emphasized the performance of modern music, folk, jazz, experimental as well as lied music. She has premiered works of many Icelandic composers such as Gunnar Karel Másson, Ásbjörg Jónsdóttir, Hafsteinn Þórólfsson, Birgit Djupedal, Þóranna Björnsdóttir and Guðmundur Steinn Gunnarsson. Heiða was nominated for the Icelandic music awards in the category of "Classical singer of the year" in 2020.

Hilmar Jensson graduated from FIH School of Music in 1987. BM degree from Berklee College of Music in 1991. Private lessons with Mick Goodrick, Jerry Bergonzi, Hal Crook and Joe Lovano. He has performed worldwide with his trio "TYFT", Jim Black’s AlasNoAxis, Trevor Dunn's MadLove, Mógil, Outhouse, BMX and others. One of the founders of Kitchen Motors, an Icelandic record label, think tank and art organization.

Earlier Event: October 16
tilbúin, tilbúin / / ready, ready
Later Event: October 22
mother melancholia // sóley