Vinsamlegast bókið tónleikamiða á booking@mengi.net
Miðaverð 2.000 kr. | Húsið opnar kl. 20:30
Grímuskylda er á alla sviðslistaviðburði og þar með talið í Mengi .
In Duo With er stutt tónleikaröð þar sem Ingi Bjarni píanóleikari fær til sín gesti, spjall og tónleikar. Gestur á þessum tónleikum er gítarleikarinn og tónskáldið Hafdís Bjarnadóttir:
Hafdís Bjarnadóttir er rafgítarleikari og tónskáld með bakgrunn í rokki, djassi og nútímatónlist. Hún lauk námi í djassgítarleik frá Tónlistarskóla FÍH (2002), BA í tónsmíðum frá LHÍ (2007) og meistaranámi í tónsmíðum frá Det kongelige danske musikkonservatorium (2009). Eftir það hefur hún unnið margskonar tónverk og innsetningar, m.a. upp úr línuritum og prjónauppskriftum, þar sem ýmsum tónlistarstílum er blandað saman. Fjölbreyttur hópur flytjenda hefur flutt tónlist Hafdísar víða um heim, m.a. Sinfóníuhljómsveit Íslands, Sinfóníuhljómsveit Álaborgar (DK), Stórsveit Reykjavíkur, Tøyen Fil og Klafferi (NO), SCENATET (DK), Norbotten Neo (SE), Esbjerg ensemble (DK), Uusinta ensemble (FI), Standing Wave (CA), Notabu Ensemble (DE) og CAPUT (IS). Einnig hefur hún komið víð a fram sem rafgítarleikari síðastliðin 20 ár, bæði á tónlistarhátíðum og viðburðum hérlendis sem erlendis. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni www.hafdisbjarnadottir.com
Tónleikaröðin leggur áherslu á íslenskt tónlistarfólk sem fæst við spunatónlist af ýmsum toga. Ingi Bjarni leiðir stutt spjall við gestina þar sem spjallað er um tónlistarsköpun, tónlistarferil viðkomandi, spuna og fleira. Eftir spjallið þá spila Ingi Bjarni og gesturinn saman. Tónlistin er annað hvort eftir gestinn eða spunnin á staðnum. Alls verða sex tónleikar á tónleikaröðinni. Myndbandsupptökur frá tónleikunum verða jafnóðum settar á YouTube og spjallið textað á ensku. In Duo With er styrkt af Tónlistarsjóði.
-- English --
In Duo With is a short concert series where pianist Ingi Bjarni plays and talks with Icelandic musicians. There is a focus on artists that improvise. The music is improvised spontaneously or composed by the guest. The guest on this evening is guitarist/composer Hafdís Bjarnadóttir. The series is funded by Music Fund (Tónlistarsjóður).