Það eru víbrar fallega á Óðinsgötunni milli Systrasamlagsins, Mengis og Smekkleysu sem taka höndum saman með Sumarborginni og efna til Óðinsflæðis laugardaginn 24. júlí með töfrandi dagskrá frá hádegi fram á kvöld. Tónlist, jóga, gong koma við sögu; kyngimagnaðir listamenn og dagskráin hljóðar nákvæmlega svona:
12:00 Fjölskyldujóga með Drífu og Hrafnhildi aka Íslenskum seiðkonum
13:00 Íslenskar seiðkonur spila á Gong og skálar á Óðinstorgi
14:30 Benni Hemm og hljómsveit í Mengi
15:00 DJ Sóley
16:00 DJ Flugvél og Geimskip í Mengi
17:00 DJ Sley
18:00 DJ Stína Ágústsdóttir
19:00 DJ FM Belfast
Við byrjum á mjúku nótunum og sleppum okkur lausum undir restina.
Það verður líka nóg að bíta og brenna því bæði Systrasamlagið, Sælkerabúð Bergsson og Snaps verða með veitingar á torginu og ef til vill sjáum fleiri nágrönnum okkar bregða fyrir. Kemur í ljós.