Back to All Events

Ólöf Arnalds

  • Mengi 2 Óðinsgata 101, Reykjavík Iceland (map)

Söngvaskáldið Ólöf Arnalds flytur ljóð sín og lög, þar af nokkur alveg splunkuný sem hún hefur verið að vinna að undanfarið og munu hljóma á hennar næstu plötu sem verður hennar fimmta breiðskífa. Þessu sinni kemur Ólöf ein fram, syngur, spilar og segir sögur eins og henni einni er lagið.

Ólöf hóf sólóferil sinn með hinni rómuðu „Við og við“ sem hún hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir. Á erlendri grundu var hún valin í hópi bestu platna ársins af Paste Magazine auk þess sem eMusic valdi hana eina af bestu plötum fyrsta áratugarins. Fyrir „Innundir skinni“ hlaut Ólöf Íslensku tónlistarverðlaunin sem tónsmiður ársins, auk þess sem platan var tilnefnd til Norrænu tónlistarverðlaunana. Þá hefur Ólöf gefið út plöturnar „Sudden Elevation“ og „Palme“ en báðar hlutu þær mikið lof gagnrýnenda. Á farsælum ferli sínum hefur Ólöf einnig lagt stund á að túlka lög eftir aðra, m.a. á smáskífunni „Ólöf Sings.“ Ólöf hefur leikið á tónleikum víðsvegar um Evrópu, Bandaríkin og Ástralíu og komið fram í útvarpi og sjónvarpi. Fjöldi dagblaða, tímarita, vefmiðla, útvarps- og sjónvarpsstöðva víðsvegar um heim hafa fjallað um hana og verk hennar. Mætti þar nefna The New York Times,The Guardian, Vanity Fair, Paste, BBC, KEXP og Uncut.

Húsið opnar 20.30
Tónleikar hefjast 21.00
Miðaverð 4000 kr

[EN]

Singer songwriter Ólöf Arnalds performs her songs and poems, some of which are brand new and written for her next and fifth album. This time Ólöf will perform alone, sing, play and tell stories like there is no tomorrow.

Ólöf Arnalds is an Icelandic singer, songwriter and multi-instrumentalist. Her voice has been called "otherworldly" by The New York Times, "stunning" by SPIN, "bewitching" by Rolling Stone, "remarkable" by the NME, "ethereal" by Vanity Fair and "impossibly lovely" by Paste.

Doors open 8.30PM
Concert starts 9.00PM
Admission is 4000 ISK

https://www.facebook.com/OlofArnalds/

Later Event: November 29
Takk Takk – premiere performance