Gyða Valtýsdóttir spilar tónlist af fyrri plötum sínum í bland við nýtt óútgefið efni.
Gyða Valtýsdóttir hefur komið víða við á tónlistar ferlinum. Hún var einn af meðlimum hljómsveitarinnar múm frá táningsaldri en yfirgaf sveitina til að einbeita sér að klassísku tónlistarnámi. Hún lauk tveimur mastersgráðum frá Tónlistarháskólanum í Basel, Sviss, í klassískum sellóleik og frjálsum spuna. Hún hefur unnið með fjölmörgu listafólki, samið fyrir leikrit, dansverk, kvikmyndir og leikið inn á fjölda hljómplatna.
Gyða hefur gefið út fjórar breiðskífur sem sýna þá miklu vídd sem hún býr yfir sem tónlistarmaður. Þrjár þeirra hafa unnið “plata ársins í opnum flokki” á íslensku tónlistarverðlaunum og sú fjórða vann “upptökustjórn ársins”. Gyða var einnig tilnefnd til Norrænu Tónlistarverðlaunanna bæði fyrir Evolution og Ox.
Gyða hlaut norrænu tónlistarverðlaunin árið 2019 fyrir „tónlistarflutning þar sem sköpunarkrafturinn brýst fram með afgerandi rödd, frumlegum hljóðfæraleik og miklum persónutöfrum“.
Húsið opnar kl 19.30
Tónleikar hefjast kl 20.00
Miðaverð 2500 kr
[EN]
Gyða Valtýsdóttir performs music from her previous albums as well as new unreleased material.
Gyda Valtysdottir has an extraordinarily unique musical background, from founding the electronic dream-pop band múm in her teens, to gaining a double master degree in classical cello performance and free improvisation. She has composed for dance, film & theater. Aside from her vast list of collaborations, she has created a distinctive voice with her solo albums, all which have won her several awards. Her music flows effortlessly between genres and time, creating original sonic realms that are both new and familiar.
Her craftsmanship won her the prestigious Nordic Council Music Prize in 2019, for her “deeply personal and organic performance, fragile and subtle, yet powerful and temperamental."
House opens 7.30PM
Concert starts 8.00PM
Admission is 2500 ISK