Back to All Events

MENGI LIFI REYKJAVÍK | Dr. Gunni & Ingi Garðar Erlendsson

  • Mengi 2 Óðinsgata 101, Reykjavík Iceland (map)

MENGI kynnir MENGI LIFI REYKJAVÍK.

MENGI LIFI REYKJAVÍK er fræðandi fyrirlestrarröð með skemmtiívafi þar sem fjallað verður um áhugaverð málefni og einstaklinga sem hafa litað menningar- og mannlíf borgarinnar í gegnum tíðina.

Dr. Gunni og Ingi Garðar Erlendsson ríða á vaðið föstudaginn 25. mars en þeir eru forfallnir áhugamenn um 78 snúninga hljómplötur, stundum kallaðar lakkplötur. Þeir safna þeim, varðveita og skrá af ástríðu sem er aðdáunarverð. Þeir munu spjalla um þessa ástríðu sína, gefa okkur hljóðdæmi, segja okkur sögur sem tengjast tónlistinni og fræða okkur um sögu upphafsár tónlistarupptöku í Reykjavík og á Íslandi.

Frítt er á viðburðinn og barinn opinn.

MENGI LIFI REYKJAVÍK er styrkt af Miðborgarsjóð.

∞ ∞ ∞

MENGI introduces MENGI LIFI REYKJAVÍK.

MENGI LIFI REYKJAVÍK is a series of talks with a touch of entertainment where interesting subjects and individuals that have put their mark on the people and culture of Reykjavík past and present will be covered.

Dr. Gunni and Ingi Garðar Erlendsson will host the first talk in this series on Friday March the 26th. They are both avid enthusiasts of 78 rpm vinyl records, collect them, preserve and document their collection with an admirable passion. We will learn about their passion, hear samples, hear stories related to the recordings and learn about the beginnings of music recording in Reykjavík and Iceland.

The event is free of charge and the bar is open.

MENGI LIFI REYKJAVÍK is supported by Miðborgarsjóður (Reykjavik City Central Fund)

Later Event: March 31
Extra Tingly A/V