Back to All Events

MENGI LIFI REYKJAVÍK | Kristín Svava Tómasdóttir | Farsótt í Reykjavík

  • Mengi 2 Óðinsgata 101, Reykjavík Iceland (map)

MENGI kynnir MENGI LIFI REYKJAVÍK.

MENGI LIFI REYKJAVÍK er fræðandi fyrirlestraröð með skemmtiívafi þar sem fjallað verður um áhugaverð málefni og einstaklinga sem hafa litað menningar- og mannlíf borgarinnar í gegnum tíðina.

Að þessu sinni fáum við Kristínu Svövu Tómasdóttur í Mengi til að ræða farsóttir í borginni.

Farsóttir hafa verið flestum ofarlega í huga undanfarin misseri – en hvað leynist í farsóttasögu Reykjavíkur? Kristín Svava Tómasdóttir, sagnfræðingur og ljóðskáld, hefur unnið að bók um sögu gamla Farsóttahússins í Þingholtsstræti 25 en það var lengi miðstöð lækninga og sóttvarna í Reykjavík. Kristín Svava mun rifja upp gamlar sögur úr Þingholtunum um farsóttir og smitsjúkdóma og baráttuna gegn þeim. Við sögu koma ólíkar hliðar Reykjavíkur og ýmsar litríkar persónur, háar sem lágar.

Húsið opnar kl. 20:30.
Frítt er á viðburðinn og öll velkomin.
Barinn verður einnig opinn fyrir þyrsta.