MENGI kynnir MENGI LIFI REYKJAVÍK: Kalt stríð við Laugaveg
Á seinni hluta 20. aldar háðu Sovétmenn og Bandaríkjamenn kalt menningarstríð þar sem barist var um hugi og hjörtu heimsbyggðarinnar. Ísland var ekki undantekning og hingað til lands komu lista-, íþrótta- og menntamenn sem fulltrúar stórveldanna í austri og vestri.
Haukur Ingvarsson, bókmenntafræðingur og rithöfundur, hefur á undanförnum árum rannsakað opinbert og óopinbert menningarstarf Bandaríkjamanna á Íslandi. Haukur ætlar að segja sögur af menningarstarfi Bandaríkjamanna allt frá tímum seinni heimsstyrjaldar og fram á sjötta áratuginn. Við sögu koma m.a. Vestur-Íslendingurinn Hjörvarður Harvard Árnason, Nóbelsverðlaunarithöfundurinn William Faulkner og NBA meistararnir í körfubolta 1955.
Hauki til halds og trausts verður listsagnfræðingurinn og útvarpsmaðurinn Guðni Tómasson sem leikur grammafónplötur og veltir vöngum um efnið með Hauki.
Haukur gaf nýverið frá sér bókina Faulltrúi þess besta í bandarískri menningu: Orðspor Williams Faulkner í íslensku menningarlífi 1930-1960.
MENGI LIFI REYKJAVÍK er fræðandi fyrirlestraröð með skemmtiívafi þar sem fjallað verður um áhugaverð málefni og einstaklinga sem hafa litað menningar- og mannlíf borgarinnar í gegnum tíðina.
Húsið opnar kl. 20:30.
Frítt er á viðburðinn og öll velkomin.
Barinn verður einnig opinn fyrir þyrsta.
෴ ෴ ෴
MENGI presents MENGI LIFI REYKJAVÍK.
[The event is in Icelandic]
MENGI LIFI REYKJAVÍK is an informative series of lectures with a fun twist where interesting topics and individuals who have impacted the cultural and human life of the city through the ages will be discussed.
The house opens at 8:30pm.
The event is free and open for everyone.