Föstudagskvöldið 5. ágúst næstkomandi mun Alkul trio koma fram í Mengi.
Sveitina skipa söngkonan Björg Blöndal, gítarleikarinn Þorkell Ragnar Grétarsson, bassaleikarinn Snorri Skúlason.
Tríóið leikur frumsamda tónlist. Tónlistinni má lýsa sem fremur hrárri og einlægri með sterkum þjóðlagablæ.
Tríóið leitast við að skapa áhugaverðan og opinn hljóðheim þar sem einfaldleikinn er í fyrirrúmi; skýrar hugmyndir, melódíur og harmóníur. Einnig er áhersla lögð á andstæður; ómþýðu og ómstríðu, skin og skúri, stroma og logn.
Útkoman er því einskonar blanda af þjóðlaga-skotnum jazzi og frjálsum spuna, dramatísk og drungaleg, tilraunakennd en þó aðgengileg.
Húsið opnar kl. 20.30
Tónleikarnir hefjast kl. 21.00
Miðaverð er 2.500 krónur.
෴ ෴ ෴
Alkul Trio will perform in Mengi on Friday the 5th of August.
The band consists of singer Björg Blöndal, guitarist Þorkell Ragnar Grétarsson and bassist Snorri Skúlason.
The trio plays original compositions.
The music can be described as rather raw and sincere with a strong connection to Nordic folk music.
The quartet strives to create an open world of sound where simplicity is paramount; clear ideas, melodies and harmonies. Contrasts are also emphasised; dissonance and consonance, currents and calmness, etc.
The result is a mix of folk-ish jazz and free improvisation, dramatic and gloomy, experimental yet accessible to everyone.
Doors open at 8.30PM
Starts at 9PM
Admission: 2.500 ISK