Afmælistónleikar Intelligent Instruments
Intelligent Instruments verkefnið er eins árs! Tími til kominn að fagna áfanganum með skemmtilegri og tilraunakenndri tónlist eftir skemmtilega og tilraunakennda vini. Fram koma Jonathan Chaim Reus, Marco Donnarumma, Hekla og Bob Hermit. Þess að auki mun listamaðurinn Sean Patrick O’Brien hafa til sýnis hljóð- og myndverkið sitt Fern (2022).
Við bjóðum ykkur að koma og fagna með okkur fimmtudaginn 1. september, og hefjum kvöldið á verki Sean O’Brien kl. 19:30. Hljómleikarnir hefjast á slaginu 20:00. Eftir tónleikana verða pallborðsumræður þar sem áhorfendum gefst tækifæri á að ræða við listamennina og skoða meginstefin í verkum þeirra.
Aðgangseyrir er 2.500 kr. (2.000 kr. fyrir nemendur, 67+ og öryrkja)
Húsið opnar stundvíslega kl. 19:30.
Marco Donnarumma er þekktur fyrir að hanna vélar og semja hljóðverk með það að markmiði að skapa listaverk sem gagnrýna helgisiði, völd og tækni.
http://www.marcodonnarumma.com
Jonathan Chaim Reus er dýr sem leitast eftir því að finna jafnvægi í vistkerfi menningar, hljóða og tóla. Í Mengi mun hann flytja drög að nýrri tónlist þar sem hann vinnur með gerviraddir og raddbundna tvífara.
Hekla er þekkt fyrir undarlega og sértæka þeremín tónlist sem hún vefur í draugalegar píanólínur, slægan hljóðgervil og hennar eigin einkennandi rödd. Hún verður seint flokkuð undir sérstaka tónlistarstefnu og hún fylgir engum sérstökum reglum.
Bob Hermit sýnir hljóðvistkerfi sem byggir á neti af hljóðgjöfum sem flokkast ef til vill aðeins að hluta til sem hljóðfæri.
Sean Patrick O’Brien (innsetning) - Fern (2022): Hreyfiskúlptúr sem notar ljós og hljóð. Fasasamband titrings og strobe-ljósa gerir það að verkum að burkni dansar fyrir hvern þann sem ber hann augum.
෴ ෴ ෴
The Intelligent Instruments project is one year old! Time to celebrate all our hard work with fun experimental music by fun experimental friends. The performers in this birthday event are Jonathan Chaim Reus, Marco Donnarumma, Hekla, and Bob Hermit. In addition, artist Sean Patrick O’Brien will set up his audiovisual installation, Fern (2022).
We invite you to join us for a celebration concert on Thursday, September 1st, starting with an installation by Sean O’Brien at 19:30. Musical performances will start promptly at 20:00. After the concert we will run a panel session where there will be an opportunity to discuss with the artists and explore key concepts of their work.
Entry free is 2.500 kr. (2.000 kr. for students, 67+ and disabled)
Doors open at 19:30.
Marco Donnarumma is known for engineering machines and composing sounds to create artworks and performances that can speak critically of ritual, power and technology.
Jonathan Chaim Reus is a homeostatic animal within an ecosystem of cultures, sounds and tools. At Mengi he will present a sketch of new music exploring artificial voices and vocal doppelgangers.
Hekla is known for her bizarre and unique theremin centred music, adding ghostly piano lines, subtle synth and her own distinctive vocals. She emerges from no particular scene, ascribing to no particular rules.
Bob Hermit presents a temporary sonic ecosystem, populated and interacted with via a network of quasi-instruments.
Sean Patrick O’Brien (installation) - Fern 2022: A kinetic light and sound sculpture. The phase relationship between oscillation and strobing lights reveals a dancing fern.