Back to All Events

Halldór Eldjárn

  • Mengi 2 Óðinsgata 101, Reykjavík Iceland (map)

Í tilefni útgáfu lagsins Gleymmérei, eftir Halldór Eldjárn og GDRN, verður Halldór með tónleika í Mengi að kvöldi 16. mars. Þar mun hann draga fram eitt og annað úr sinni tónlist, sem er oft á tíðum tilraunakennd og rafvædd. Í bland við tónlistarsköpun sína vinnur Halldór að því að smíða hljóðfæri og tónlistarhugbúnað og þykir það nokkuð líklegt að eitthvað af þeim tækjum og tólum verði dregin fram þetta kvöld og framin tónlist með þeim — og svo er aldrei að vita nema tekið verði forskot á sæluna og hin væntanlega smáskífa frumflutt á staðnum.
Halldór hefur á síðustu árum verið virkur í íslensku tónlistarlífi og gefið út tónlist bæði undir sínu eigin nafni og með hljómsveit sinni SYKUR. Þá hefur hann unnið með tónlistarmönnum á borð við Björk og Ólaf Arnalds í að skapa tónlistarupplifanir með hjálp tækninnar. Fyrsta plata hans, Poco Apollo, kom út árið 2019 undir merkjum Mengi Records, en hún er sköpuð með aðstoð tónlistarforrits sem Halldór hannaði, þar sem myndir úr tunglferðunum eru teknar og túlkaðar sem tónlist.

Nánar um Halldór og tónlistina hans hér:
http://linktr.ee/HalldorEldjarn

Húsið opnar kl 19.30

Tónleikar hefjast kl 20.00

Miðaverð er 2500 kr – fáanlegir á tix


[EN] The song Gleymmérei by Halldór Eldjárn and GDRN will be out soon and to celebrate, Halldór is hosting a concert in Mengi where he will play some of his material, old and new. His music comes from various experiments with fusing together concepts of organic and technological soundscapes. Halldór is actively building new instruments and designing creative music software, to research new ways of creativity and inspiration. It is considered very likely that Halldór will bring some of his inventions and creations to the concert and make music with them, and he might even premiere his and GDRN's forthcoming single, just hours before it hits the streaming servers.

Halldór has been prominent in the Icelandic music scene for the last decade, both as a solo artist and with his electro-pop band SYKUR having collaborated with artists such as Björk and Ólafur Arnalds in the
field of fusing together music with technology. His debut album, Poco Apollo, was released in 2019 on Mengi Records. It was created with the assistance of a music generating program Halldór designed that took photos from the moon landings and converted them to musical soundscapes.

More about Halldór and his music here: http://linktr.ee/HalldorEldjarn

House opens 7.30PM

Concert starts 8.00PM

Admission is 2500 ISK – available at tix