Back to All Events

Magnús Jóhann | Tónleikahátíð í Mengi

  • Mengi 2 Óðinsgata 101, Reykjavík Iceland (map)

Píanóleikarinn og tónskáldið Magnús Jóhann býður uppá fjögurra kvölda tónlistarveislu í Mengi dagana 20. - 23. apríl. Hann hyggst flytja efni af öllum hljómplötum sínum með mismunandi flytjendum hvert kvöldið og að lokum einn við flygillinn. Ásamt Magnúsi koma fram Magnús Trygvason Eliasen, Skúli Sverrisson, Tumi Árnason og strengjakvartett. Miðar fást hér.

20. Apríl - Without Listening kl 20.00

Hljómplata Magnúsar frá árinu 2020 flutt ásamt Magnúsi T. Eliasen á trommum og Tuma Árnasyni á saxófon og rafhljóðfæri.

21. Apríl - Magnús Jóhann & Skúli Sverrisson kl 20.00

Árið 2021 gáfu Magnús og Skúli út hljómplötuna Án tillits, þeir hyggjast flytja efni af henni ásamt öðru.

22. Apríl - Uglur & Rofnar kl 20.00

Magnús kemur fram ásamt strengjakvartett og flytur tónlist úr kvikmyndinni Uglur eftir Teit Magnússon ásamt efni af væntanlegri sólóplötu sinni, Rofnar.

23. Apríl - Einleikur kl 20.00

Magnús lokar tónleikasyrpu sinni einn við flygilinn, lítur við á kunnuglegum slóðum og jafnvel kannar framandi lendur.

Miðaverð 5.000 kr eða 15.000 kr fyrir alla fjóra viðburði.

Miðasala á tix.is.

Húsið opnar hálftíma áður en tónleikarnir hefjast.

Magnús Jóhann hóf tónlistarnám 7 ára að aldri hjá Snorra S. Birgissyni, lærði á klarinett í tvö ár í TSKD og útskrifaðist úr MÍT með framhaldspróf í djasspíanóleik árið 2019 en þar lærði hann hjá Eyþóri Gunnarssyni, Agnari Má o.fl. Frá árinu 2015 hefur hann verið mjög virkur sem tónlistarflytjandi, tónskáld og upptökustjóri en hann hefur leikið inná hundruði laga og kemur fram á fjölmörgum tónleikum á ári hverju. Moses Hightower, Bríet, Ingibjörg Turchi og Bjarni Frímann eru á meðal þess þverfaglega fjölda listafólks er hann hefur unnið með svo að nokkur dæmi séu tekin. Sjálfur hefur hann gefið út þrjár sólóplötur og eina stuttskífu. Pronto 2016, Without Listening 2020, Skissur (EP) 2021 og Owls (Original Score) 2022. Auk þeirra hefur hann einnig gefið út dúóplöturnar Án tillits 2021, með Skúla Sverrissyni og Tíu íslensk sönglög 2022, með GDRN. Árið 2022 hlaut hann tónlistarverðlaun fyrir Án tillits, hljómplötu hans og Skúla, auk tveggja tilnefninga. Hann hefur einnig fengist við kvikmynda og leikhústónlist m.a. fyrir Grímuverðlaunaverk Tyrfings Tyrfingssonar, Helgi Þór Rofnar. Tónlist Magnúsar við verk Tyrfings kemur út á nýrri hljómplötu sem ber heitið Rofnar, árið 2023.

www.magnusjohann.com

MAGNÚS JÓHANN | CONCERT FESTIVAL IN MENGI

Pianist/Composer Magnús Jóhann proudly presents four evenings of his music at Mengi 20. - 23. of April. He will perform material from all of his albums with a different set of performers every night. The final night he will perform solo. Performing alongside Magnús are; Skúli Sverrisson, Magnús T. Eliassen, Tumi Árnason and a string quartet.

20. Apríl - Without Listening kl 20.00

Magnúsʼ 2020 record will be performed with Magnús T. Eliassen on drums and Tumi Árnason on Saxophone.

21. Apríl - Magnús Jóhann & Skúli Sverrisson kl 20.00

Magnús & Skúli released a duo album entitled Án tillits in 2021. They will perform songs from the album as well as other material composed by them.

22. Apríl - Uglur & Rofnar kl 20.00

Magnús will perform music from the film Owls by Teitur Magnússon and material from his upcoming album, Rofnar. He will be accompanied by a string quartet.

23. Apríl - Einleikur kl 20.00

Magnús will end the concert series solo at the grand piano.

Admission is 5.000 ISK, or 15.000 ISK for all three evenings.

Tickets via tix.is.

Doors open 30 minutes before the concerts begin.

Equally adept as a composer, producer and keyboardist, Magnús Jóhannʼs presence was a marker of quality on hundreds of contemporary pop, r&b and hip-hop recordings in Iceland long before his eclectic interests exploded onto ambitious solo albums spanning introspective jazz, timeless popular songs, dissonant string scores and oddball electronics. He has released three solo albums, an EP and two duo albums: one with singer extraordinaire GDRN and one with jazz-bass legend Skúli Sverrisson.

Growing up in the tight-knit musical community of Reykjavík was a godsend for Magnús Jóhannʼs voracious creative appetite. Since his teens, he has been an artist in high demand and the confounding variety of projects heʼs worked on has seen him grow in many directions simultaneously. Nevertheless, he has carved out a personal sonic niche characterised by bold melodic colours, space for improvisation, jazz harmony and a healthy disregard for genre conventions. Although trained as a jazz pianist, Magnús Jóhann finds inspiration in–well– nearly everything. ‘If your creative antenna is powered on,ʼ he says, ‘the most mundane things or activities can be sources of deep inspiration.ʼ Maybe this helps explain irreverent song titles such as ‘Clean Teethʼ or ‘Einkavæðing Búnaðarbankansʼ [Privatisation of the Agricultural Bank]. When one finds the world so rich with meaning, nothing is simple or single-sided. The same holds true for Magnús Jóhannʼs music: it is never merely serious or silly, loud or quiet, plain or complex... it is neither this nor that, but always many things at once.

www.magnusjohann.com