Back to All Events

Krakkamengi | Myndir og músík (Chaplin og Ingi Garðar)

  • Mengi 2 Óðinsgata 101, Reykjavík Iceland (map)

Í Krakkamengi sunnudaginn 7. maí taka Guðrún Hrund Harðardóttir víóluleikari og Ingi Garðar Erlendsson básúnuleikari og tónskáld á móti krökkum og forvitnu fólki á öllum aldri og bjóða uppá óvenjulega tónlistarupplifun þar sem leikgleði og ímyndunaraflið fá að ráða för. Við veltum fyrir okkur hlutverki og áhrifum tónlistar í bíómyndum en skoðum líka hvernig vídeólist getur þjónað tónlistinni. Tónleikagestir fá að sjá á brot úr þögulli kvikmynd eftir Charlie Chaplin sem við nýtum sem innblástur og sköpum í sameiningu hljóðheim eða undirspil við senu úr myndinni. Það vita ekki allir að leikarinn og leikstjórinn Charlie Chaplin samdi einnig tónlist og

Hver veit nema ein eða tvær af hans gullfallegu melódíum fái að hljóma í Krakkamengi!

Fjölhæfi tónlistarmaðurinn Ingi Garðar kynnir síðan grafíska nótnaskrift fyrir krökkunum og stýrir flutningi á tónverkum úr eigin smiðju þar sem flytjendur bregðast við leiðbeiningum á myndbandi. Verið tilbúin að láta koma ykkur á óvart - það er ekki á hverjum degi sem appelsínur, gulrætur og sápukúlur koma við sögu í tónlistarflutningi!

Í þessu síðasta Krakkamengi vetrarins bjóðum við þeim krökkum sem vilja að koma með hljóðfærin sín, stór og smá, að heiman til þess að taka þátt í spuna og þátttökuverkum. Einnig verða smærri slagverkshljóðfæri á staðnum sem hægt er að fá lánuð, og að sjálfsögðu er líka hægt að nota röddina eða klapp og stapp til að taka þátt í tónlistarfjörinu í Krakkamengi.

Later Event: May 11
Yrkjur ljóðakvöld