Hinn goðsagnakenndi Arto Lindsay tekur yfir Mengi 18. & 19. ágúst. Á fyrri tónleikunum kemur Arto fram ásamt sérstökum gestum þar sem nýjar hugmyndir og kveikjur að samstarfi eru kannaðar. Á seinni tónleikunum mun engin önnur en kanadíska ljóðskáldið Anne Carson og vinir hennar bregða á leik með Arto.
Húsið opnar 19:30 | Miðaverð 5000 kr.
Miði á bæði kvöldin - 8000 kr.
Miðar eru fáanlegir á tix.is
Arto Lindsay hefur verið þekkt stærð í tónlistarsögunni um langt skeið og hefur komið nálægt ævintýralega mörgum spennandi verkefnum sem tónskáld, ljóðskáld, söngvari, hljóðfæraleikari og upptökustjóri. Árið 1977 stofnaði hann hljómsveitina DNA sem kom fram á hinni gífurlega áhrifamiklu plötu No New York sem framleidd var af Brian Eno. Ári seinna átti hann eftir að ganga liðs við hljómsveitina Lounge Lizards og síðar stofna hljómsveitina Ambitious Lovers ásamt Peter Scherer. Frá 10. áratugnum hefur hann gefið út plötur undir eigin nafni ýmist einn eða í samstarfi við aðra.
Auk þess að gefa út eigið efni hefur Arto verið vinsæll upptökustjóri stjarna á borð við David Byrne, Caetano Veloso, Gal Costa, Marisa Monte, Waldemar Bastos, Thiago Nassif, Ilê Aiyê og fleiri. Þá hefur hann átt farsælt samstarf við breiðan hóp listamanna eins og Ryuichi Sakamoto, Melvin Gibbs, Dominique Gonzalez Foerster, Vito Acconci, Matthew Barney, Laurie Anderson, Animal Collective, Amanda Miller, Heiner Goebbels and Heiner Müller, Cornelius, og Rirkrit Tiravanija.
Mynd: Moira Ricci
---
The legendary Arto Lindsay will take over Mengi on the 18th and 19th of August. The first concert will consist of Arto amongst special musical guests where new ideas and creative sparks are explored. In the second concert he will be joined by non other than the canadian poet and Anne Carson and her friends.
Doors open 19:30 | Tickets 5000 kr.
Ticket for both events - 8000 kr.
Tickets are available for purchase at tix.is
Arto Lindsay is an artist, musician and producer born 1953 in Virginia, USA, and raised in Brazil. After living for 30 years in New York he has once again been living in Brazil since 2004. In 1977 he formed the band DNA, featured on the influential compilation album "No New York" produced by Brian Eno. In 1978, he joined the Lounge Lizards, later performed with The Golden Palominos (1983), and formed the group Ambitious Lovers with Peter Scherer in 1985. From 1990 on he releases records under his own name.
Beginning in 1989, he has been sought after as a producer, working on albums by Caetano Veloso, Gal Costa, Marisa Monte, David Byrne, Waldemar Bastos, Thiago Nassif, and Ilê Aiyê, among others. Throughout his career, he has been a voracious collaborator, working with visual artists, dancers, and musical artists, including Ryuichi Sakamoto, Melvin Gibbs, Dominique Gonzalez Foerster, Vito Acconci, Matthew Barney, Laurie Anderson, Animal Collective, Amanda Miller, Heiner Goebbels and Heiner Müller, Cornelius, and Rirkrit Tiravanija.
In 2004 he began to make parades, thinking of them as an aesthetic form with important social functions. These parades make extensive use of custom-designed sound systems and have been presented at the Venice Biennale; the Portikus, Frankfurt; and Performa in New York. He has a continuing interest in using performer-controlled surround sound in concert.
Picture: Moira Ricci