Fyrir ykkur sem nennið ekki á jólatónleika höldum við Heilög Hljóð!
Ekki vera gluggagægir, koddu inn í hlýjuna og fjörið! Dansaðu í kringum jólatréð með Amor Vincit Omnia, Smjörva, Mio, MARI GETI og góðum vinum. Jólagjöf til þeirra sem mæta í ljótasta jóladressinu!
P.S. we’re making a list, we’re checking it twice, gonna find out who’s naughty or nice!
Miðasala fer fram í Blikk appinu og við hurð.
2.500 kr. í Blikk
3.000 kr. í hurð
Húsið opnar 19:30
Miðar: https://blinkur.is/019372a1-27ff-7b8e-8c45-488a481c32e4
–
Amor Vincit Omnia er hljómsveit stofnuð af Baldri Skúlasyni og Erlu Hlín. Tónlistin er innblásin af ýmsum hliðum evrópskrar danstónlistar og má best lýsa sem tilraunakenndri og líflegri. Þau Erla og Baldur eru bæði kjánaleg og smá dramatísk, og fá áhorfendur til að dansa og gráta. Þau gáfu út sína fyrstu EP-plötu, brb babe, fyrr á árinu.
Smjörvi flakkar milli stefna með tilraunapoppmúsík sinni. Fyrsta plata hans „svo heilagt!!“ býður hlustandanum í ferð um innri tilfinningaheima og var tilnefnd til tónlistarverðlauna Rvk Grapevine 2024. Smjörvi hefur verið virkur í Íslensku tónlistarsenunni síðan 2016, með lög undir beltinu eins og „Sætari Sætari”, „Engar Myndir” og „Stjörnur” ásamt Jóa Pjé og Króla. Með upplyftandi lifandi flutning sínum og strákslegri orku, Smjörvi er alltaf sannur sjálfum sér.
Mio Storåsen (miostora), fjöllistamaður með BA í myndlist en mestu áherslu á tónlist. Hann er nýlega farinn að gefa út efni sem hefur verið í vinnslu síðan 2021. Tónlist hans hefur mjúkan og einlægan popp-blæ með raftónlistar ívafi. Mio leggur mikið upp úr leikgleði og forvitni í tónlist sinni og er erfitt að segja við hverju má búast þegar hann skilar af sér nýju verki; hvort sem það er innblásið af dubstep, midwest indie eða bubblegum-popp.
For anyone who has no Julevenner. We bring you Merry Music!
Don’t be a grinch, come into the warmth of good spirits.
Dance around the christmas tree with Amor Vincit Omnia, Smjörvi, Mio, MARI GETI and some good friends. Gifts will be handed out to the one in the ugliest christmas fit!
P.S. we’re making a list, we’re checking it twice, gonna find out who’s naughty or nice!
Tickets sold in the Blikk app and at Mengi.
2.500 ISK - Blikk
3.000 ISK - Mengi
Doors 19:30
–
Amor Vincit Omnia is a pop-project created by producer Baldur Skúlason and singer Erla Hlín in 2023. Their music is inspired by a range of European dance sounds and can best be described as experimental and lively. On stage, the duo focuses on creating a fun experience, inviting the audience to join their funk. Their performance style is both silly and dramatic, making the audience either dance or cry. Earlier this year, Amor released their debut EP, brb babe, which has been well received in Iceland.
Tickets: https://blinkur.is/019372a1-27ff-7b8e-8c45-488a481c32e4