Back to All Events

Kira Kira Unaðsdalur útgáfutónleikar

  • Mengi 2 Óðinsgata 101, Reykjavík Iceland (map)

Unaðsdalur er sjötta hljóðversskífa Kira Kira, Kristínar Bjarkar Kristjánsdóttur, en hún hefur

einnig gefið út 3 plötur með eigin kvikmyndatónlist og samstarfsplötu svo þetta eru að verða

tíu breiðskífur sem komið hafa út hjá ýmsum útgáfum í Bandaríkjunum, Evrópu og Japan.

Tvennir útgáfutónleikar verða haldnir í Mengi og í Philosophical Research Society í Los

Angeles í apríl þar sem stuttmynd Kiru, "Eldingar eins og við" verður einnig frumsýnd

Alþjóðlega. Með Kiru á tónleikunum í Mengi verða góðir gestir: Hermigervill, Eyjólfur

Eyjólfsson, Sigurlaug Thorarensen, Ingi Garðar Erlendsson, Framfari og Thoracius Appotite

sem sér um lifandi visúala.

Unaðsdalur er ekki bara nafn á plötu heldur líka raunverulegur staður á Snæfjallaströnd við

Ísafjarðardjúp þaðan sem Kira er ættuð, en þar að auki má hugsa sér Unaðsdal sem helgan

öruggan stað eða heimili í hjartastað sem við eigum öll okkar tilbrigði við og getum leitað

skjóls á þegar veröldin verður hrjúf og grimm. Tónlistin er hlý og blíð sem því nemur.

Á plötunni heldur Kira tryggð við samstarfsfólk sem hefur spilað með henni yfir mestallan feril

hennar, m.a. trompetleikarann Eirík Orra Ólafsson (Hist Og / múm), finnska fiðluleikarann

Pekka Kuusisto og Hilmar Jensson, gítarleikara sem var einnig félagi hennar og Jóhanns

Jóhannssonar í tónlistarhreyfingunni Tilraunaeldhúsinu. Reyndar leikur Kira á handsmíðað

pípuorgel eftir föður Jóhanns í einu lagi. Svo koma nýir gestir líka við sögu. Danski

bassasöngvarinn Steffen Bruun úr Theatre Of Voices syngur í Bassasálmi, tónlistarkonan

Sandrayati Fay frá Indónesíu syngur með í laginu Blessast og Unnur Malín leikur á

euphonium horn.

Húsið opnar 19:30 | Miðaverð 2.500 kr

-----

Unaðsdalur is Kristín Björk Kristjánsdóttir's 6th studio album as Kira Kira, but this will be her

10th LP as she has also released 3 soundtrack albums and a collab album all on a myriad of

labels across Europe, Japan and the US.

To celebrate her new album Kira is giving two concerts -In Mengi, the heart of adventurous

music in Reykjavik and at the Philosophical Research Society (PRS) in Los Angeles where

her short film, "We The Lightnings" will also hold it's International premiere.

Special guests with Kira in Mengi on Feb 18th: Hermigervill, Eyjólfur Eyjólfsson (rhubarb/

angelica flutes), Sigurlaug Thorarensen, Ingi Garðar Erlendsson (horns), Framfari and

Thoracius Appotite (analog video visuals).

Unaðsdalur is not just the name of Kira's album, but also a real place in

Snæfjallaströnd in the west fjords of Iceland from where Kira hails, as well as a metaphor for

a sanctuary within where we can seek shelter when the world becomes a harsh place.

Kira is faithful to collaborators who have recorded with her throughout most of her career:

Trumpeteer Eiríkur Orri Olafsson (Hist Og / múm), Finnish violinist Pekka Kuusisto and

guitarist Hilmar Jensson who led music collective Kitchen Motors alongside Kira and Johann

Johannsson. One of the songs on the album sports a pipe organ, handmade by Johann's

father. Some new guests play with Kira on Unaðsdalur, Danish bass singer Steffen Bruun

from Theatre Of Voices sings on Bassasálmur and singer/songwriter Sandrayati sings with

Kira on Blessast.

Doors 19:30 | Tickets 2.500

Earlier Event: February 10
Kraftgalli
Later Event: February 22
Hera Lind