Back to All Events

Marey

  • Mengi 2 Óðinsgata 101, Reykjavík Iceland (map)

Systurnar Lilja María og Anna Sóley Ásmundsdætur skipa dúóið Marey sem blandar tilraunakenndri spunatónlist við rafhljóð og ljóðalestur. Áhrifa gætir frá samtíma klassík, hljóðlist og alþýðutónlist. Lilja María spilar á hljóðskúlptúrinn Huldu, hljóðfæri sem hún hannaði sjálf, og býr til hljóðmyndir. Anna Sóley spilar á fiðlu, syngur og hannar hljóðmyndir.

Lilja María er með doktorspróf í tónsmíðum frá City, University of London. Hún hefur skrifað fyrir alls konar hljóðfærahópa í Evrópu og sömuleiðis komið fram sem hljóðfæraleikari með alls konar hljómsveitum. Hún er meðlimur í Hlökk en plata þeirra Hulduhljóð hlaut Kraumsverðlaunin 2019. Lilja María gaf út hljóð- og sjónlistaverkið Internal Human árið 2022 í samstarfi við portúgalska dansarann Inês Zinho Pinheiro.

Anna Sóley útskrifaðist með BA próf frá ArtEZ Tónlistarháskólanum í Arnhem, BA gráðu í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og mastersgráðu í bókmenntafræði frá Háskólanum í Utrecht. Hún sendi frá sér plötuna Modern Age Ophelia, árið 2022 og hefur komið fram víða í Evrópu bæði sem söngvari og fiðluleikari. “Tónhöfundurinn syngur á ensku og íslensku, og skilur eftir rými fyrir spuna og lýrísk ljóðræn flug,” -úr umfjöllun sem Matthieu Jouan skirfaði fyrir Citizen Jazz um Modern Age Ophelia tónleika Önnu á
Jazzhátíð Reykjavíkur.

Húsið opnar 19:30 | Miðaverð 2.500 kr

///

Even though Marey is a new project, sisters Lilja María and Anna Sóley have played together since a young age. The duo focuses on improvised experimental music mixed with electronics and poetry, where contemporary classical music, sound art, and folk music meet. Lilja María plays Hulda, a string instrument of her design. Besides that, she also designs the electronics. Anna Sóley plays violin and sings, exploring different soundscapes and extended techniques, using her voice at times somewhere between spoken words and singing.

Lilja María completed a PhD in composition from City University of London. She has composed for different ensembles around Europe and performed with various groups and ensembles. She is a member of the group Hlökk, and their album Hulduhljóð (2019) won the Kraumur Awards and was nominated for the Icelandic Music Awards. Lilja María released the audio-visual album Internal Human in 2022 in collaboration with the dancer Inês Zinho Pinheiro.

Anna Sóley studied music and literature in Iceland and the Netherlands, graduating with a BA in jazz & pop vocal performance from the ArtEZ Conservatory in Arnhem and a Master's degree in literature from Utrecht University. She released her debut album, Modern Age Ophelia, in 2022. Anna has performed around Europe both as a vocalist and violinist.“Composer of the repertoire, she sings in English and Icelandic, and leaves space for moments of improvisation and poetic-lyrical flights.” Matthieu Jouan for Citizen Jazz, writing about Anna’s Modern Age Ophelia Concert at the Reyjavík Jazz Festival.

Doors 19:30 | Tickets 2.500 kr

Earlier Event: August 9
Nico Moreaux
Later Event: August 21
Kári Egilsson