Back to All Events

Sinis-Ásgeirsson dúó | Klassísk Ottoman tónlist

  • Mengi 2 Óðinsgata 101, Reykjavík Iceland (map)

Húsið opnar 19:30 | Miðaverð 2.500 kr

Flutt verður klassísk tyrknesk tónlist kennd við Ottóman veldið og kallast í Tyrklandi Klassísk Tyrknesk Ottoman tónlist. Þessi tónlistarhefð nær árhundruði aftur í tímann og voru tyrknesku tónskáldin oft innblástur fyrir vestrænu tónskáldin m.a.

Mozart. Tónlistarhefð þessi inniheldur framandi hljóðfæri og munu flytjendur leika á hefbundin hljóðfæri í þessum stíl. Ásgeir Ásgeirsson hefur á undanförnum árum sótt tíma á tyrkneskt oud hjá nokkrum af færustu oud leikurum veraldar m.a. Yurdal

Tokca, Enver Mete Aslan, Zeynel Demirtas og Taxiarchis Georgoulis fyrstur íslenskra hljóðfæraleikara. Fædon Jóhannes Sinis (Phaedon Sinis) er bandarískur/grískur hljóðfæraleikari sem hefur numið og leikið þessa tónlist víðsvegar urm heiminn í áratugi en Fædon leikur á tyrkneska borðhörpu og tyrkneska hnéfiðlu. Hann er algjör hvalreki fyrir íslenskt tónlistarlif og er búsettur á Íslandi um þessar mundir. Á tónleikunum munu þeir leika klassísk verk úr þessari þessari tónlistarhefð en tónlist úr þessum ranni heyist mjög sjaldan á Íslandi og hvetjum við því forvitið fólk um að fjölmenna en síðast þegar þeir félagar komu fram í Megni var uppselt.

https://www.youtube.com/watch?v=zzbmXNvNewE

https://www.youtube.com/watch?v=-U8rkDh55hA

Earlier Event: January 15
Mikael Máni
Later Event: January 18
Morgan Garrett (US) / MC MYASNOI