Axel Flóvent & RAKEL
Thursday, January 9 2025
doors 19:30 / show 20:00
Axel Flóvent og RAKEL segja: bless í bili
Axel og Rakel kynntust þegar þau voru að vinna saman á Hótel Hallormsstað árið 2014. Axel bjó í kofa í garði við hús á Hallormsstað þar sem hann svaf og bjó til lög inni á milli hótelvakta. Hann hafði heyrt af því að Rakel kynni að spila á fiðlu og syngja og bað hana að spila með sér. Rakel sagði já og þau hafa ekki hætt því síðan.
Þar sem Axel hefur tekið upp á því að flytja til Húsavíkur í janúar, þá ákváðu þau að það væri best að spila saman eina tónleika, bara til þess að segja bless í bili.
Þau munu flytja lög eftir hvort annað, saman og í sundur, ný og gömul.
2.500 kr (eða pay what you can)
- - - - - -
ENG
Axel and Rakel met in the summer of 2014 because they had both landed a summer job at Hótel Hallormsstaður in the East of Iceland. Axel lived in a hut in the garden of a house where he slept and made music in between shifts. He had heard Rakel knew how to play the violin and sing so he asked her if she wanted to play with him. Rakel said yes and they haven’t stopped doing it ever since.
Since Axel has now decided to move to Húsavík in January, they thought it might be nice to do one last concert, just to say goodbye for now.
They’ll be playing each others music, together and apart, old and new.
2.500 kr (or pay what you can)
- - - - -
Rakel Sigurðardóttir er fædd og uppalin á Akureyri. Hún hóf fiðlunám sex ára gömul við Tónlistarskólann á Akureyri og jazz söngnám síðar meir. Árið 2015 flutti hún til Reykjavíkur og hélt áfram tónlistarnámi við tónlistarskóla FÍH og útskrifaðist þaðan vorið 2020.
Árið 2021 gaf Rakel frá sér sína fyrstu stuttskífu, Nothing Ever Changes og ári seinna gaf hún, ásamt tónlistarkonunum Salóme Katrínu og Söru Flindt (DK), út splittskífuna While We Wait, en platan hlaut tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunana sem plata ársins.
Ásamt því að skapa og flytja sína eigin tónlist kemur Rakel fram með ýmsu tónlistarfólki en þar má nefna Nönnu (Of Monsters And Men), Kaktus Einarsson og Axel Flóvent.
Um þessar mundir er Rakel að leggja lokahönd á sína fyrstu plötu í fullri lengd.
///
RAKEL is a Reykjavík based singer/songwriter from a town in the North of Iceland called Akureyri. In 2021 RAKEL released her debut EP, Nothing Ever Changes and was in that same year nominated as Newcomer of the year for the Icelandic Music Awards. In 2022 she made the split-record While We Wait with friends and musicians Salóme Katrín and Sara Flindt. RAKEL is currently working on her first full length album which is to be released in 2025. As well as making and performing her own music, RAKEL performes and tours with various Icelandic artists, such as Nanna (from Of Monsters And Men), Kaktus Einarsson, Axel Flóvent and many others.
___________
Axel Flóvent er tónlistarmaður frá Húsavík. Síðastliðin áratug hefur hann verið virkur í tónlistarlífinu á Íslandi sem og erlendis. Hann gaf út sína fyrstu smáskífu, Forest Fires, árið 2015, sem hlaut góðar viðtökur.
Síðan þá hafa margar ár runnið til sjávar, en tónlist Axels einkennist ennþá af fallegum melódíum og einlægum textum, kassagítar og kósíheitum (með smá dramatík, auðvitað!)
Síðast gaf Axel út plötuna Away from this dream, sumarið 2024
///
Axel Flóvent is a singer-songwriter from Húsavík, Iceland. For the last decade, he has been active in the music scene in Iceland, as well as abroad. He released his first EP, Forest Fires, in May 2015 which was very well received.
Axel's music is characterized by beautiful melodies and sincere lyrics, acoustic guitar and cozy songs.
Most recently, he released the album Away from this dream, in the summer of 2024.