Páll Ragnar Pálsson & Tui Hirv
doors 19:30 / show 20:00
2.500kr
Páll Ragnar og Tui ólust upp í sitthvorum heiminum, hann í íslensku rokksenunni með öllu því frelsi og leikgleði sem henni fylgdi, og hún í strang-akademísku skólakerfi Eistlands og kórmenningu. Leiðir þeirra lágu saman í tónlistarakademíunni í Tallinn og hafa síðan þá unnið saman að listsköpun, þar sem Tui hefur flutt tónverk Páls t.d með kammersveitum bæði hér og erlendis.
Þegar þau koma fram sem dúó nálgast þau tónlistina með allt öðru sniði. Þar flytja þau lög úr ýmsum áttum, hvort sem það eru þjóðlög eða gömul dægurlög, og matreiða eftir sínu eigin höfði. Ólíkur bakgrunnur þeirra og nálgun á tónlistina skapar þannig nýjan hljóðheim. Sköpunarferlinu má lýsa sem einskonar heimilislegu gramsi, lágstemmdu og leikandi, sem þau svo taka með sér á svið. Hráefnin eru einföld, gítar og rödd. En Páll Ragnar og Tui nota þau í víðu samhengi og bjóða upp á óvænta upplifun gerða af smekkvísi og næmni.
Dúettinn hefur troðið víða upp í gegnum tíðina, t.d. á Hótel Flatey, Norræna húsinu, 12 Tónum, Havarí á Karlsstöðum, Gljúfrasteini, Skálholti og við ýmsar samkomur svo sem heimsóknir eistneskra þjóðhöfðingja eða stjórmálamanna í ráðherrabústaðnum.
Síðustu misserin hafa Páll Ragnar og Tui unnið að dagskrá með lögum sem tengjast vetrartíðinni. Lögin koma úr ólíkum svæðum og tímabilum en öll frá norðurhveli jarðar. Þau eru mestmegnis skandinavísk og ensk en teygja sig líka yfir Eystrasaltið til baltnesku landanna. Öll eiga lögin það sameiginlegt að fanga þennan sérstaka árstíma og þau áhrif sem hann hefur á okkur. Segja má að Páll Ragnar og Tui séu að heimsækja fortíðina og velta því fyrir sér hvað það þýði að búa hér á hjara veraldar.
Dagskráin er öll síðan fléttuð saman með frásögn af tónlistinni, lýsingum á uppruna hennar og hvernig hún barst til eyrna Páls og Tui. Þannig gefa þau tónleikunum persónulegt yfirbragð og húmorinn er aldrei langt undan.
Spotify:
https://open.spotify.com/artist/3pXEHfG3BGgOiNmsKESoee...
https://www.facebook.com/pallragnarpalssoncomposer
https://www.facebook.com/tuihirvreykjavik
English:
Páll Ragnar and Tui grew up in different worlds, he in the Icelandic rock scene with all the freedom and playfulness that came with it, and she in the strict academic school system of Estonia and choral culture. Their paths crossed in Tallinn, at the Estonian Academy of Music and Theatre. Since then have worked together on artistic creation, where Tui has performed Páll's compositions, mostly with chamber ensembles both here and abroad.
When they perform as a duo, they approach music in a completely different way. There they perform songs from various genres, whether they are authentic folk songs or just old popular songs, and serve them according to their own ideas on music. Their different backgrounds and approaches thus create a new sound world.
In recent seasons, Páll Ragnar and Tui have worked on a program with songs related to the winter season. The songs come from different regions and periods, but all from the northern hemisphere. They are mostly Scandinavian and English, but also stretch across the Baltic Sea to the Baltic countries. All the songs have one thing in common: capturing this special time of year and the effect it has on us. It can be said that Páll Ragnar and Tui are visiting the past and wondering what it means to live here at the edge of the world.
The entire program is then interwoven with a narrative of the music, descriptions of its origin and how it reached the ears of Páll and Tui. In this way, they give the concert a personal touch and humor is never far away.