Marey / Anna Sóley
Thursday, August 7th
Marey / Anna Sóley
doors 19:30 / show 20:00
2.500kr / 2.000kr for students with ID
Dúóið Marey mun hefja tónleikana á frumsömdu efni þar sem gerðar verða alls konar tilraunir með tóna og hljóð. Þar á eftir flytja Anna Sóley, Lilja María og gítarleikarinn Daníel Helgason blöndu af nýjum og gömlum lögum í söngvaskáldastíl eftir Önnu með það að markmiði að mála upp hugljúfa stund með áheyrendum.
Systurnar Lilja María og Anna Sóley Ásmundsdætur skipa dúóið Marey sem blandar tilraunakenndri spunatónlist við rafhljóð og ljóðalestur. Áhrifa gætir frá samtímaklassík, hljóðlist, skandinavískum jazzi og söngvaskáldatónlist. Lilja María spilar á hljóðskúlptúrinn Huldu, hljóðfæri sem hún hannaði sjálf, og býr til hljóðmyndir. Anna Sóley spilar á fiðlu, syngur og hannar hljóðmyndir. Árið 2025 heldur dúóið tónleika á Íslandi, í Hollandi, Þýskalandi og Bretlandi. Þar má nefna tónlistarhátíðina Lost in the Hills og tónleikaseríur eins og Classic Jamming og Bruitkasten.
Anna Sóley útskrifaðist með BA próf frá ArtEZ Tónlistarháskólanum í Arnhem, BA gráðu í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og mastersgráðu í bókmenntafræði frá Háskólanum í Utrecht. Hún sendi frá sér plötuna Modern Age Ophelia, árið 2022 og hefur komið fram víða í Evrópu bæði sem söngvari og fiðluleikari. „Ef þú heldur að enginn geri plötur lengur sem minna á fyrstu fjórar plötur Joni Mitchell, leggðu við hlustir hér.“ – David Fricke um Modern Age Ophelia.
Lilja María er með doktorspróf í tónsmíðum frá City, University of London. Hún hefur skrifað fyrir ýmsa hljóðfærahópa í Evrópu og sömuleiðis komið fram sem hljóðfæraleikari með alls konar hljómsveitum. Hún er meðlimur í Hlökk en plata þeirra Hulduhljóð hlaut Kraumsverðlaunin 2019. Lilja María gaf út hljóð- og sjónlistaverkið Internal Human árið 2022 í samstarfi við dansarann Inês Zinho Pinheiro.
Daníel Helgason hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi bæði sem hljóðfæraleikari og tónskáld. Hann útskrifaðist úr Tónlistarskóla FÍH á rafgítar og með BA próf í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands. Daníel hefur komið fram víða um Evrópu og samið tónverk sem hafa verið flutt á Íslandi og í Skandinavíu. Árið 2023 kom út breiðskífa með frumsömdu efni eftir Daníel sem ber nafnið Particles. Sama ár kom út platan ¡Mambó! með hljómsveitinni Los Bomboneros sem Daníel er meðlimur í. Daníel var valinn Bjartasta vonin í Djass og blús á Íslensku Tónlistarverðlaununum árið 2018 og það sama ár einnig tilnefndur sem flytjandi ársins í sama flokki.
www.liljamaria.com/marey
www.anna-soley.com/
///
The concert starts with works by Marey, where the duo improvises, plays, sings, and experiments with sounds. Following that, Anna Sóley, Lilja María and guitarist Daníel Helgason will perform a set of original songs by singer-songwriter Anna Sóley, where they strive to create a cozy atmosphere and memorable moments with the audience.
Marey plays improvised experimental music mixed with electronics and poetry, where contemporary classical music, sound art, Scandinavian jazz, and folk music meet. Lilja María plays Hulda, a string instrument of her design. Anna Sóley plays the violin and sings, exploring different soundscapes and extended techniques, using her voice at times somewhere between spoken words and singing. They both design electronics, and Anna Sóley writes the poetry. This year, the duo will perform in Iceland, The Netherlands, Germany and the UK at festivals such as Lost in the Hills and various concert series, for example Classic Jamming and Bruitkasten.
Anna Sóley studied music and literature in Iceland and the Netherlands, graduating with a BA in jazz & pop vocal performance from the ArtEZ Conservatory in Arnhem and a Master's degree in literature from Utrecht University. She released her debut album, Modern Age Ophelia, in 2022. Anna has performed around Europe both as a vocalist and violinist. “If you think nobody makes records like those first four Joni Mitchell albums anymore, listen here, and think again.” – David Fricke about Modern Age Ophelia.
Lilja María completed a PhD in composition from City, University of London. She has composed for different ensembles around Europe and performed with various groups. She is a member of the art collective Hlökk, and their album Hulduhljóð (2019) won the Kraumur Awards and was nominated for the Icelandic Music Awards. Lilja María released the audio-visual album Internal Human in 2022 in collaboration with dancer Inês Zinho Pinheiro.
Daníel Helgason has been active in the Icelandic music scene both as a guitarist and composer. He graduated from Tónlistarskóli FÍH on electric guitar and holds a BA degree in composition from Iceland University of the Arts. Daníel has performed across Europe. In 2023, he released his solo album Particles. That same year, the album ¡Mambó! was released with the band Los Bomboneros, of which Daníel is a member. In 2018, Daníel received the Brightest Hope Award in the Jazz and Blues category at the Icelandic Music Awards.