Friday, September 19th
ENSEMBLE ADAPTER:
A CONCERT CELEBRATING THE RELEASE OF "CLAVIS METRICA" BY GUÐMUNDUR STEINN GUNNARSSON
doors 19:30 / show 20:00
2500kr / 2000kr for students
pay what u can
Ensemble Adapter - Útgáfutónleikar Háttatals Guðmundar Steins / A Concert Celebrating the release of Clavis Metrica by Guðmundur Steinn Gunnarsson
Platan Clavis Metrica þar sem Ensemble Adapter flytur samnefnt verk eftir Guðmund Stein Gunnarsson kemur út um þessar mundir. Á tónleikunum munu meðlimir Ensemble Adapter leika ný og gömul verk eftir Guðmund Stein, auk þess sem höfundurinn mun ásamt öðrum sannreyna þá staðhæfingu að verkið byggi á íslenskum rímnaháttum og bjóða upp á lauflétt rímnakareoke, við undirleik hljómplötunnar. Platan verður til sölu á tilboðsverði en hún kom nýverið út hjá hinni virtu col-legno nútímatónlistarútgáfu í Austurríki
Um Háttatal:
Um leið og gömlu hættirnir kynntust rími hófst öld mikillar sýndarmennsku í íslenskri ljóðlist. Hættir gátu farið áfram og afturábak, fyrripartur gat rímað í heilu lagi við seinnipart, vatnsheld sléttubönd með afslætti og hvað þetta nú allt heitir. Ljóðstafirnir voru samt alltaf á samastað og atkvæðafjöldinn líka, fyrir utan eitt og eitt forskeyti.
Þó ekki sé nema smávegis auka innrími bætti inn í aðra hverja línu fær hátturinn nýtt nafn og nýjan blæ. Tónlist, ljóðlist og frásögn voru eitt. Mikið af merkilegum skáldum rituðu háttatöl eða háttalykla, eða á latínu: Clavis Metrica. Síkur lykill var venjulega með dæmum um helstu hætti og sýndi hvernig þær virkuðu með vísum eftir höfundinn sjálfann. Lyklarnir útskýra og kenna en áttu
jafnframt að sýna hvers skáldið er megnugt.
Þrátt fyrir allar reglurnar um rím, hákveður og lákveður, ljóðstafi og hvaðeina er tónlistarlega hrynjandin oft mjög teygjanleg í flutningi. Sá þröngi stakkur sem skáldskaparmálið setur tónlistinn býr í rauninni til mjög skýra tilfinningu fyrir endurtekningu sem í rauninni eykur möguleika á sveigjanlegum flutningi þegar kemur að tónlistarlegri hrynjandi, þó tónlistarlega hrynjandin sé toguð og teygð, þekkist form háttanna alltaf, fyrir þá sem fengið hafa fiskinn í eyrað ef svo má að orði komast.
Í Háttatali (2022) Guðmundar Steins Gunnarssonar fylgir hann í fótspor rímnaskáldanna og háttatalsskrifaranna gömlu. Þráður er ofin úr gömlu rímnaháttunum með öllu því skrauti og flúri sem einkenndi gömlu hættina, og allt það án orða eða nokkurs texta. Ýmis hljóð eru dregin fram úr hljóðfærum og hljóðgjöfum ýmiss konar - ljóðstafir, víxlrím, innrím og hvaðeina fær nýtt líf í tungumáli hljóðfæranna. Úr þessu verður til talnaband þar sem hver og ein perla er bara örlítið ólík þeirri síðustu.
Verkið var samið með dyggum stuðningi Starfslaunasjóðs listamanna. Verkið er tileinkað Ensemble Adapter, Svend Nielsen og Atla Ingólfssyni.
Guðmundur Steinn Gunnarsson hefur fundið sig knúinn til að þróa með sér nótnaskrift á tölvuskjá til þess að koma hrynmáli sínu og öðrum ætlunum skýrt til flytjenda. Tónlist hans notast oft við nýja hljóðgjafa í bland við gamla en einnig fornar tónstillingar. Ásamt sínum eigin hópum, Steinöldu og Ferstein hefur hann unnið með hópum á borð við
Ensemble Adapter, Apartment House, l'Arsenale, Caput, Crush, Decibel, Defun, Ligeti Quartet, Nordic Affect, Notabu og Riot Ensemble.
Ensemble Adapter er þýsk-íslenskur kammerhópur fyrir samtímatónlist með aðsetur í Berlín. Hópurinn er rekinn af stofnendunum Matthiasi Engler (slagverksleikara) og Gunnhildi Einarsdóttur (hörpuleikara). Þau sérhæfasig í samstarfsverkefnum með fólki með mismunandi listrænann bakgrunn, hvaðanæva að úr heiminum.
- - - - - - - - - - - - -
The album where Ensemble Adapter performs Clavis Metrica by Guðmundur Steinn Gunnarsson is released a week prior to this concert. During this event, members of Ensemble Adapter will play new and older pieces by Guðmundur Steinn Gunnarsson, but guests will also be invited to participate in a traditional Icelandic rímur folk singing Kareoke in order to verify the legitimacy of the authors claims of authentically working with traditional Icelandic rímur poetic meters in this piece. The CD will be for sale at a special price, but it is being released by the renowned col-legno label in Austria.
About Clavis Metrica:
As the scaldic meter would merge with rhyme, an age of olympic virtuosity in poetry started in Iceland. Meters that can go backwards and forwards, where a whole couplet rhymes with the next one entirely - all this and much more, keeping a strict number of syllables and meanwhile adhering to strict rules of alliterations.
Every variant of every meter has a name and a style. Music, poetry and storytelling were one and the same. Various significant poets would write a Háttatal or a Háttalykill or in latin: Clavis Metrica. A clavis metrica would usually consist of a catalog of meters with poems written by the author. They teach and explain each meter but also display the poet's virtuosity.
Despite the elaborate and somewhat strict rules of these types of poetic meters the musical rhythm can be very fleeting and elastic in performance. The clear patterns of color and emphasis generated by the rules of the meter make for a flexible canvas for live performance as the meter can withstand a lot of variation as regards to rhythm and melody and still be recognizable by the trained poetic ear.
In the Clavis Metrica (2022) of Guðmundur Steinn Gunnarsson (IS), the author follows in the footsteps of the poets of old. A string of poems with all the embellishments and variations is written for instruments only without any text. Various sounds made by instruments signify different vowels and consonants, emphasis and articulation. Out comes a long rosary of many beads with each being only slightly different than the previous one.
The composition of the piece was generously supported by the Artist Salary Fund of Iceland Ministry of Culture and Education. The piece is dedicated to Ensemble Adapter, Svend Nielsen and Atli Ingólfsson.
In his search for a pathway for musical expressions that know neither grids nor straight lines, Guðmundur Steinn Gunnarsson has had to incorporate digital dynamic screen scores or animated notation (or related digital methods) to express his inability to adapt to the convenient society. He has worked with a variety of ensembles including his own Steinalda and Fersteinn as well as groups such as Ensemble Adapter, Apartment House, l'Arsenale, Caput, Crush, Decibel, Defun, Ligeti Quartet, Nordic Affect, Notabu and Riot Ensemble.
Ensemble Adapter is an experimental music group based in Berlin. Driven by its founders Matthias Engler (percussion) and Gunnhildur Einarsdóttir (harp), it focuses on collaborative work with partners from various artistic backgrounds worldwide.