∞ Mengi 8 ára! ∞

Gleðilegt nýtt ár!
Mengi fagnar átta ára afmæli sínu laugardaginn 11. desember með jólaglöggi, afmælisköku og góðum vinum.

Brynjar Daðason mun leika lög af nýútkominni plötu sinni Pretty Late sem kemur út sama dag á vegum Mengi Records. Glænýir og fallegir taupokar verða til sölu, sem og sígildu jólagjafirnar frá okkur; gjafabréf og klippikort Mengis.

Af tilefni afmælisinsins sýnir listarýmið STAK á Hverfisgötu veggspjöld sem gerð voru á fyrsta starfsári MENGIS. Hvert veggspjald sýnir dagskrá eins mánaðar í MENGI, frá desember 2013 til desember 2014.

Veggspjöldin á sýningunni eru eftir Ingibjörgu Birgisdóttur, Orra Jónsson og Nicolas Kunysz og eru þau gerð með blandaðri aðferð og í takmörkuðu magni.

Hvert veggspjald er einstakt listaverk sem er númerað og merkt af listamanni/konu. Þau fanga tíðarandann fyrsta starfsár MENGIS á einstaklega frumlegan og fallegan hátt.

Öll verkin á sýningunni eru til sölu. Þetta er því tilvalið tækifæri til að í senn eignast fallegt listaverk, lítinn hluta af sögu MENGIS og styðja með beinum hætti við starfsemi þess svo hún megi halda áfram að dafna.

MENGI vill einnig bjóða þeim sem koma til okkar á afmælinu að skrá sig í happdrætti og eiga möguleika á því að vinna gjafabréf fyrir tvo á tónleika. Dregið verður út þriðjudaginn 14. desember og geta því tveir heppnir þátttakendur sótt tónleika og boðið vini með sér á viðburð í aðdraganda jóla.

Veriði öll velkomin á Óðinsgötu 2 á milli kl. 14 og 17, laugardaginn 11. desember. Opið hús og hlýjar móttökur. Lengi lifi Mengi!

Ragnheiður Elísabet