Tilnefningar

Tilnefningar til Kraumsverðlunanna 2021 voru kunngerðar á Degi íslenskrar tónlistar, þann 1. desember.
Verðlaunin verða afhent í Mengi þann 15. desember kl. 17:00. Kraumsverðlaunin eru veitt fyrir íslenskar hljómplötur sem þykja hafa skarað fram úr ár hvert hvað varðar gæði, metnað og frumleika.

Meðal þeirra listamanna sem hlotið hafa verðlaunin frá því þau voru fyrst veitt árið 2008 má nefna Ásgeir, Cell7, Daníel Bjarnason, FM Belfast, Hildi Guðnadóttur, Hjaltalín, Lay Low, Mammút, Moses Hightower, Ólöfu Arnalds, Retro Stefson og Sóleyju.

Dómnefnd hefur nú valið 21 hljómsveit og listamenn sem tilnefnd eru til Kraumverðlaunanna og þar á meðal eru Sóley, Hist og, Tumi Árnason, Bára Gísladóttir og Skúli Sverrisson, einn af stofnendum Mengis sem og Slummi en það er tónlistarmaðurinn Guðmundur Arnalds, starfsmaður Mengis.
Sex plötur hljóta Kraumsverðlaunin ár hvert.

Tilnefningarnar eru sem hér segir:

Bára Gísladóttir / Skúli Sverrisson – Caeli

Birnir – Bushido

BSÍ – Stundum þunglynd …en alltaf andfasísk

Countess Malaise – Maldita

Drengurinn fengurinn – Strákurinn fákurinn

Ekdikesis – Canvas Of A New Dawn

Elli Grill – Púströra fönk

Eva808 – Sultry Venom

Hist og – Hits of

Hush – Blackheart

Inspector Spacetime – Inspector Spacetime

Mikael Máni – Nostalgia Machine

Nonnimal – Hverfisgata

Pínu Litlar Peysur – PLP EP

Skrattar – Hellraiser IV

Slummi – ndm

Sóley – Mother Melancholia

Sucks to be you, Nigel – Tína blóm

Supersport! – Tveir Dagar

Tumi Árnason – H L Ý N U N

Ægir Sindri Bjarnason – The Earth Grew Uncertain

Kraumsverðlaununum er ætlað að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra listmanna og hljómsveita. Verðlaunin eru ekki bundin ákveðinni tónlistarstefnu og þeim fylgja engir undirflokkar. Alls hafa frá upphafi rúmlega sjötíu listamenn og hljómsveitir hlotið verðlaunin fyrir plötur sínar, flestir snemma á ferli sínum.

Það er Aurora velgerðarsjóður sem stendur að Kraumsverðlaununum.

Ragnheiður Elísabet