Back to All Events

Ómkvörnin

Uppskeruhátíð Listaháskólanema í Mengi, fimmtudaginn 14. desember klukkan 18 og 21. Flutt verða ný verk eftir tónsmíðanemendur skólans af hljóðfæraleikurum skólans sem og tónlistarfólki annars staðar frá.

DO
- Klukkan 18 flytja nemendur úr texta- og lagasmíðaáfanga afrakstur annarinnar.

RE
- Klukkan 21 verða á efnisskrá verk eftir nemendur á tónsmíðabraut þar sem blandað er saman hljóðheimum rafhljóðfæra og órafmagnaðra hljóðfæra. 

Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

Föstudaginn 15. desember verður Ómkvörnin haldin í Kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg 56 en þar verða einnig tvennir tónleikar. Klukkan 18 verða tónleikar helgaðir sönglögum fyrir kóra sem og einsöngvara. Á seinni tónleikunum sem fram fara klukkan 20:30 verða á efnisskrá verk fyrir smærri kammerhópa. 
--> https://www.facebook.com/events/135749350377562/

Listaháskóli Íslands hvetur alla þá sem hafa áhuga á nýrri íslenskri samtímatónlist að mæta á hátíðina. Hönnuður Ómkvarnarinnar að þessu sinni er nemi í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands; Anna Pálína Baldursdóttir.

Ókeypis aðgangur er á Ómkvörnina.

∞∞∞∞∞∞

Two concerts with students from the Music Department of the Iceland Academy of the Arts at 6pm and 9pm. Music for electronics, acoustic instruments, voice and more.

Free entrance and everybody welcome.