Back to All Events

RESTERNE AF RIGSFÆLLESSKABET / LEIFARNAR AF RÍKISSAMBANDINU

Heðin Ziska Davidsen og Jesper Pedersen leika á modúlarhljóðgervla á tónleikum í Mengi miðvikudagskvöldið 13. desember. Tónleikar hefjast klukkan 21. Miðaverð: 2000 krónur. 
Pantið miða í gegnum booking@mengi.net eða kaupið miða við innganginn.

ENGLISH BELOW

Færeyski tónlistarmaðurinn Heðin Ziska Davidsen og danska raftónskáldið Jesper Pedersen hittust á Íslandi árið 2016 og stofnuðu dúóið Leifar Ríkissambandsins, í tengslum við tónleika á listahátíðinni Raflost. Dúóið leikar tilraunakennda raftónlist sem spunnin er á staðnum og spiluð á sérsmíðaða módúlar- hljóðgervla.

Jesper Pedersen fæddist í Friðrikshöfn í Danmörku og er nú búsettur í Vogahverfinu í Reykjavík. Hann er með meistaragráðu í tónlist frá Álaborgarháskóla og hefur samið tónlist fyrir akústísk hljóðfæri, rafhljóðfæri, gert innsetningar og fleira.

Verk hans hafa hljómað víða um heim, meðal annars á Tectonics Festival, Nordlichter Biennale, RAFLOST, Sláturtíð, Myrkum músíkdögum og Norrænum músíkdögum. Meðal þeirra sem flutt hafa verk Jespers eru Sinfóníuhljómsveit Íslands, Ensemble Adapter og Duo Harpverk.

Jesper er virkur í tónskáldahópnum S.L.Á.T.U.R. Þá kennir hann raftónsmíðar við Listaháskóla Íslands og Tónlistarskóla Kópavogs.

Heðin Ziska Davidsen fæddist í Tórshöfn í Færeyjum. Hann er eftirsóttur gítarleikari og kemur reglulega fram á tónleikum og á tónleikaferðum með færeyskum hljómsveitum. Hér má nefna hljómsveitina Yggdrasil, jazzhljómsveitir, popphljómsveit Marius Ziska, auk þess að vera aðalmaðurinn í sinni eigin hljómsveit Tjant, sem spilar elektrónískt jazz-rokk.

Þar að auki starfar Heðin sem tónskáld og hljóðfæraleikari á ýmsum stöðum og hefur samið tónlist fyrir The New Jungle Orchestra, Yggdrasil og Stórsveit Þórshafnar. Tónverk hans hefur verið flutt á hátíðum eins og ISCM-tónlistarhátíðinni, Summitónar, RAFLOST, Dark Music Day og Nordic Music Days.

Heðin stundar meistaranám við tónlistardeild Listaháskóla Íslands á NAIP-brautinni.

∞∞∞∞∞∞

Resterne af Rigsfællesskabet

Heðin Ziska Davidsen and Jesper Pedersen play modular synthesizers. At Mengi on Wednesday, December 13th at 9pm. Tickets: 2000 ISK.

The Faroese musician Heðin Ziska Davidsen and the dane in exile Jesper Pedersen met in Iceland in 2016 and formed the duo Resterne af Rigsfællesskabet (the debris of the Danish Commonwealth) for a performance at the Raflost Festival of Electronic Art. The duo improvises experimental electronic music on their custom built modular synthesizers.

Jesper Pedersen was born in Frederikshavn in Denmark and is now living in the Bay Area of Reykjavík. He holds a master's degree in Music Technology from the University of Aalborg and has composed music for acoustic instruments, electronics, installations and more.

His work has been performed internationally by the Iceland Symphony Orchestra, Ensemble Adapter, Duo Harpverk et al. at festivals such as: the Tectonics Festival, the Nordlichter Biennale, RAFLOST, Sláturtíð, Dark Music Days and Nordic Music Days.

Jesper is active in the composers collective S.L.Á.T.U.R. He teaches electronic music composition at the Iceland Academy of the Arts and the Kópavogur Computer Music Center.

∞∞

Heðin Ziska Davidsen was born in Tórshavn, Faroe Islands. He’s a sought after guitarist and is regularly performing and touring with Faroese bands, such as Yggdrasil, an ethnic jazz ensemble and Marius Ziska, a pop rock band, as well as fronting his own band, Tjant, an electronic rock jazz outfit. On top of this, he performs as an improvising musician/composer at various occasions and has composed for New Jungle Orchestra, Yggdrasil, Tórshavnar BigBand and has had works performed at the ISCM festival, Summartónar, RAFLOST, Dark Music Day and Nordic Music Days/Happy Days festivals.

Currently Heðin is studying a Masters at Listaháskóli Íslands in the NAIP programme.

Later Event: December 14
Ómkvörnin