Back to All Events

TVÍUND: GUÐRÚN EDDA GUNNARSDÓTTIR & ÓLÖF ÞORVARÐSDÓTTIR

Tónleikar í Mengi sunnudagskvöldið 10. desember.
Fram kemur tónlistarhópurinn Tvíund skipaður Ólöfu Þorvarðsdóttur, fiðluleikara og Guðrúnu Eddu Gunnarsdóttur, söngkonu og píanóleikara. Á efnisskrá er frumsamin tónlist og spunaverk fyrir fiðlu, píanó og rödd. Tvíund var stofnuð 2016.

Tónleikar hefjast klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20:30. Miðaverð: 2500 krónur. 
Hægt er að panta miða í gegnum booking@mengi.net eða kaupa miða við innganginn. 

Að leita, týna, sleppa, treysta....

„Að spinna á píanó er eins og dans. Fingurnir taka völdin og stíga á svartar og hvítar nótur í sínum eigin heimi. Og röddin. Að losa hana frá kröfunni um að vera fallegust og stærst og fullkomnust. Sleppa og treysta. Treysta og sleppa. Tvíund er fyrir mér ferðalag vinkvenna um óravíddir sköpunargleðinnar.“ (GEG)

„Ég þurfti að finna nýjan flöt sem fiðluleikari. Vera líka eitthvað annað en klassískur fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Búa til mitt með minni eigin rödd. Finna mína tónlist, mína rödd, minn takt. Finna og týna. Týna og finna. Tvíund er ég sjálf og Guðrún Edda vinkona mín, sem deilir sömu ástríðu fyrir tónlistinni.“ (ÓÞ)

∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞

An improv concert with Gudrún Edda Gunnarsdottir, piano and voice and Olof Thorvardardottir, violin. At Mengi on Sunday, December 10th at 9pm. House opens at 8:30 pm. Tickets: 2500 ISK. Order through booking@mengi.net or at the door.

Looking, loosing, finding, trusting...

"To improvise on piano is like dancing. The fingers take over, dancing on black and white keys in a world of their own. Not to mention improvising with the voice. Letting it free from the demand of being the most beautiful, the largest, the most perfect. Letting loose and trusting. Trusting and letting loose. This is for me a journey of two friends through the immense landscape of creativity" (GEG)

"I needed to find some new ways for me as a violinist. Being something more than a classical violinist in Iceland Symphony Orchestra. Creating my own stuff with my own voice. Finding my own music, my own voice, my own rhythm. Finding and loosing. Loosing and finding. ' Along with my friend Guðrún Edda who shares the same passion for music. (ÓTh).