Megas syngur Ósómaljóð Þorvaldar Þorsteinssonar ásamt Skúla Sverrissyni og ósæmilegri hljómsveit.
Útgáfutónleikar í Gamla bíói mánudagskvöldið 18. desember klukkan 20. Húsið verður opnað klukkan 19.
Madonna + Child hita upp
Miðaverð: 5000 krónur
Miðapantanir:
https://midi.is/tonleikar/1/10260/Megas_syngur_Osomaljod
Ósæmilega hljómsveit skipa:
Megas: Söngur
Skúli Sverrisson: Bassi, gítar
Guðmundur Pétursson: Gítar
Davíð Þór Jónsson: Píanó
Magnús Trygvason Eliassen: Trommur
Ólöf Arnalds: Gítar, söngur
Gyða Valtýsdóttir: Selló, söngur
Magga Stína: Söngur
Margrét H. Blöndal: Söngur
Ósómaljóð koma út á vínilplötu og geisladiski hjá Mengi Records föstudaginn 15. desember 2017.
Nánar um Ósómaljóð:
Ósómaljóð Þorvaldar Þorsteinssonar voru frumflutt í heild sinni á tónleikum í Gamla bíói á Listahátíð í Reykjavík vorið 2015. Tvö ár voru þá liðin frá andláti Þorvaldar Þorsteinssonar, sem lést langt fyrir aldur fram árið 2013, aðeins 52 ára að aldri. Að baki einstaklega frjósamur ferill sem rithöfundur, myndlistarmaður og áhrifavaldur sem minnti okkur einatt á sköpunarmáttinn sem felst í hverjum einasta einstaklingi. Fáir vissu um þennan lagaflokk sem hafði varðveist í upptöku sem Þorvaldur gerði ásamt ónafngreindri hljómsveit þegar hann var við framhaldsnám í myndlist í Maastricht í Hollandi en þar nam hann myndlist á árunum 1987-1989. Upptökurnar voru hráar og frumstæðar en þegar Skúli Sverrisson og Megas settust yfir þær fyrir nokkrum árum varð þeim báðum ljóst að hér væru á ferð gimsteinar sem vert væri að gefa nánari gaum.
Textarnir eru fullir af hressandi kaldhæðni og hráslaga, kjartnyrtir og fullkomlega lausir við nokkra væmni. Sjálfstæð lög sem saman mynda samt eina heild þegar vel er að gáð. Landslið íslenskra tónlistarmanna tekst hér á við lög Þorvaldar í nýjum og ferskum útsetningum.
Madonna + Child eru tvær grímuklæddar verur umluktar dulúð og dularfullum sögum. Þær birtust einn daginn hér og enginn veit hvaðan eða hvernig þær bar að garði.
Madonna + Child flytja myrkar vögguvísur um dauðann og alla hluti dimma og drungarlega, umkringdar galdrakanínum.
Þeir sem þora að stíga inn i heim djöflasystranna eiga sjaldan afturkvæmt.
Nýlega kom út fyrsta plata Madonna + Child á vegum grasrótarútgáfunnar Lady Boy Records og seldist hún upp á örskömmum tíma.
Madonna + Child bjóða ykkur velkomin í sinn draumkennda veruleika.
∞∞∞∞∞∞∞∞∞
Megas sings 'Ósómaljóð' by Thorvaldur Thorsteinsson in Gamla Bíó on Monday, December 18th at 8pm.
Tickets: 5000 ISK.
Order tickets here:
https://midi.is/tonleikar/1/10260/Megas_syngur_Osomaljod
Band:
Megas, voice
Skúli Sverrisson: Bass, guitar
David Thor Jonsson: Piano and keyboard
Magnús Trygvason Eliassen: Drums and percussion
Guðmundur Pétursson: Guitar
Ólöf Arnalds: Guitar, voice
Gyða Valtysdottir: Cello, voice
Magga Stína: Voice
Special guests: Madonna + Child
"This emerging duo of charmingly masked creatures make highly weird minimal tunes, which defy categorisation. Rooted in a sense of improvisation, play, mystery and mischief, Madonna + Child fill big spaces with small sounds, pulling out the kind of creepiness that is best sensed by children at bedtime."
'Ósómaljóð' will be released by Mengi Records on Friday, December 15th, both on vinyl and CD.
Back to All Events
Earlier Event: December 17
HANDMADE SOUNDS: OWL PROJECT / ROSAYN / HALLDÓR ELDJÁRN
Later Event: December 20
Sycamore Tree