Back to All Events

MaWa alphabet // Ásta Fanney

MaWa alphabet - dulróf

Ásta Fanney gefur út skriflegt teikniróf á dulmáli.

Í Mengi sunnudaginn 17. september klukkan 17.
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.


* * * 

Útgáfan er einkum óhefðbundin í sniðinu en á viðburðinum mun Ásta halda kynningarfyrirlestur um dulrófið í flæðiljóðaformi.. Skriflega teiknirófið er á mörkum þess að vera myndlist og ljóðlist. Rófið tekur fyrir óhefðbundna leið til þess að skrifa stafi og texta í samblöndu við teikningu þegar merkingin er hulin huga og tilfinningu og eftir situr óskiljanleg útskýring á yfirnáttúru. Teikningar verða orðlaus ljóð. Tungumál leysast upp í loftdansa. Manneskjan er kóðunarvél fyrir andann. Dulrófið er lykill.

Verkefnið MaWa einblínir mest megnis á hina huldu merkingu, harmóníu og áhrif sem finna má í orku orðanna og er þetta fyrsti liðurinn í tilraun á útskýringu á þessu fyrirbæri.

* * * 

Ásta Fanney Sigurðardóttir er listakona og skáld. Hún er einkum þekkt fyrir performansa sína og viðburði sem vafra um á bili ljóða, myndlistar og tónlistar. 
Viðburðir hennar eru oft á tíðum ófyrirsjáanlegir og eiga það til að taka óvænta stefnu. Hún hefur sýnt myndlist sína, ljóð- og tónlist víðsvegar um heiminn á sýningum og festivölum, þar á meðan Luxemburg, Liechtenstein, New York og Feneyjum. 

* * * 

Ásta Fanney presents a new alphabet at Mengi on Sunday, September 17th at 5pm.
Free entrance - everybody welcome.

Ásta Fanney Sigurðardóttir is a multidisciplinary artist based in Reykjavík, Iceland. Her work often explores the fringes of poetry, performance art and experimental music.

Earlier Event: September 16
Lucas Abela / AMFJ / Jóhann Eiríksson
Later Event: September 18
The Creative Spark