Back to All Events

Special-K

  • Mengi 2 Óðinsgata Reykjavík, 101 Iceland (map)

Tónleikar og vídeófrumsýning með Special-K í Mengi föstudagskvöldið 6. október klukkan 21. Miðaverð er 2000 krónur. Pantið miða í gegnum booking@mengi.net eða kaupið miða við hurð.

ENGLISH BELOW

Special-K er listamannanafn Katrínar Helgu Andrésdóttur sem er þekktust fyrir að spila með hinni víðfrægu Sóley, tilheyra hinu umdeilda feminíska hip-hop gengi Reykjavíkurdætra og vera í draumkenndu jaðarpoppshljómsveitinni kriki. Á þessu ári er hún að vinna að sinni fyrstu sólóplötu sem mun heita: „I Thought I'd Be More Famous by Now" eða „Ég hélt ég yrði frægari en þetta núna". 

Textarnir hennar fjalla um að tilheyra „Y" kynslóðinni þar sem allir virðast þjást af kvíða, hvoru tveggja af of háu og of lágu sjálfstrausti á sama tíma, eru að berjast við að elta draumana sína á meðan þau lifa á foreldrum sínum, eiga ekki séns í fjárhagslegt sjálfstæði en njóta á sama tíma fáranlegra forréttinda. Tónleikar hennar eru persónulegir, næstum brothættir, og hún býður áhorfendum að pæla með sér í því hvernig það er að eiga óuppfyllt háleit markmið á meðan maður fylgist með ýktri velgengni annarra á samfélagsmiðlum. 

Fágunin í klassískum bakgrunni hennar mætir pönk viðhorfinu: „Það skiptir ekki máli hvað þú getur, heldur hvað þú gerir". Hún spilar á allskyns hljóðfæri, allt frá bassa að blokkflautu og leyfir ófullkomleika að vera hluta af verkum sínum. Tónlistin og textarnir eru full af leikgleði og húmor og endurspegla ljúfsára melankólíu hversdagsins.

∞∞∞∞∞∞

A concert with Special-K in Mengi on Friday, October 6th at 9pm. Tickets: 2000 ISK. Order tickets through booking@mengi.net or pay at the entrance.

Special-K is an Icelandic musician, best known for playing with internationally known singer-songwriter Sóley, the controversial feminist hip hop clan Reykjavíkurdætur and the underground dream pop band kriki. This year she is composing her first solo album titled: "I Thought I'd Be More Famous by Now". Her lyrics revolve around belonging to generation Y, where everybody seems to suffer from anxiety, too high and low self esteem at the same time, struggling to follow their dreams while living off of their parents money, not standing a chance to be financially independent but still seriously overprivileged. Her performances are intimate, almost fragile, as she invites the audience into a discussion about having unrealised high expectations for your life while watching other people’s exaggerated success on social media. The sophistication of her classical background meets the raw punk spirit of "it doesn't matter what you are capable of, but what you do". She plays all kinds of instruments from bass to block flute and allows imperfections to be part of her work. The music and lyrics are playful, full of humour and display the bitter-sweet melancholy of everyday life.