Back to All Events

TUMI ÁRNASON & MAGNÚS TRYGVASON ELIASSEN

Tumi Árnason & Magnús Trygvason Eliassen hittast í Mengi næstkomandi laugardag og sjá hvað gerist. Að eigin sögn verða á dagskrá ýmis konar missmíðaðar tónsmíðar, jafnvel ósmíðaðar.
Tumi er saxófónleikari sem krukkar í ýmsu fyrir marga og sjálfan sig inn á milli og er allajafnan mjög velviljaður og reynir eftir bestu getu að koma fram af heilindum.
Magnús er trommari sem gjarnan má sjá nálægt trommusettum og slagverki ýmisskonar. Líkja má slagi hans við að láta nudda í sér ístaðið undurblítt með þúsund fiðruðum kjuðum.

Húsið opnar kl. 20:30. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00. Miðaverð er 2.000 krónur. 

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ 

Tumi Árnason & Magnús Trygvason Eliassen have a date in Mengi on Saturday. Various compositions will be on display and a couple of uncompositions.
Tumi is a saxophonist who plays instruments for some people and himself occationally.
Magnus is a drummer and you can rest assured he’s very capable at what he does.

Doors open at 8:30 pm. The event starts at 9:00 pm. Tickets are 2.000 krónur.