Back to All Events

MÚRARAR

  • MENGI 2 Óðinsgata Reykjavík, 101 Iceland (map)

Múrarar stíga á bensínið í Mengi þann 6. janúar kl. 21.
Miðaverð er 2.000 krónur.
Húsið opnar kl. 20:30 og miðar eru seldir við hurð eða bókaðir í gegn um booking@mengi.net.

Hljómsveitin Múrarar fagnar útkomu fyrstu hljómplötu sinnar sem heitir Ökulög og er tileinkuð bílatransi, malbikinu og hinum ýmsu ökuleiðum, meðal annars Öxnadal og strætóferð á Hringbrautinni. Úr þessu reyna Múrarar að steypa lágstemmda og seigfljótandi tekknótónlist með surfgítarplokki, saxófónískum eilífðarmelódíum og júrósentrískum kirkjuhljómum.
Platan verður nýútkomin og til sölu á tónleikunum en hún er gefin út á vínyl í 13 eintökum.

Múrarar eru:
Gunnar Örn Egilsson á gítar, 
Kristinn Roach Gunnarsson á saxófón og
Gunnar Gunnsteinsson á raforgel.

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

Múrarar music collective are celebrating their first album called Ökulög which is dedicated to car trance, gazoline and various routes through Iceland fx Öxnadalur and bus trip along Hringbraut. In this concept Múrarar try to build minimalistic and melancholic techno music with surfguitar structure, immortal saxophone melodies and euro centric church chords. 
Múrarar will step on the gas on the 6th of January in Mengi at 9 p.m. where it will be possible to buy the record on vinyl.
Tickets to the event are sold at the door from 8:30 p.m. for 2.000 kr.

Múrarar are:
Gunnar Örn Egilsson on guitar
Kristinn Roach Gunnarsson on saxophone
Gunnar Gunnsteinsson on electric organ