Back to All Events

Borgar Magnason

  • MENGI 2 Óðinsgata Reykjavík, 101 Iceland (map)

Kaupa miða / Buy Tickets

Nýverið gekk Borgar frá þriggja plötu samningi við breska plötufyrirtækið Pussyfoot og verður dagskrá kvöldsins alfarið nýtt efni tengt gerð fyrstu plötunnar sem ráðgert er að komi út í apríl 2019.

Borgar kemur Mengi, föstudaginn 19 október, kl. 21. Miðaverð er 2.500 krónur.

Borgar hefur verið afkastamikill tónlistarmaður undanfarin ár og samið tónlist fyrir; leikhús, kvikmyndir, dansverk og hljómsveitir af öllum stærðum. Nú í ár var tónlist Borgars við leikritið Föðurinn til að mynda tilnefnt til Tónlistarverðulaunanna sem tónverk ársins.

Líflegur ferill Borgars hefur skipað honum í raðir leiðandi tónlistarmanna þessa lands. Víðtækur áhugi hans fyrir tónlist og tónlistarsköpun spannar allt frá klassískum einleikstónleikum að framúrstefnulegum nútímaverkum með margmiðlunarívafi.

Upphaflega hlaut Borgar þjálfun á klassískan kontrabassa og hóf hann feril sinn sem bassaleikari við sinfoníuhljómsveitir og í fljölbreyttum verkefnum beggja vegna Atlantshafsins. Hann starfaði um skeið sem aðstoðarkennari við hinn virta Juilliard tónlistarháskóla sem og Mannes Collage of Music. Auk þess hefur Borgar haft umsjón með hljómsveitarútsetningu fyrir Andrea Bocelli og ljáð tónlist Sigurrósar sína einstöku tóna.

Hrifning hans á hljóðrænum möguleikum kontrabassans leiddi hann áfram og opnaði ýmsar dyr fyrir fjölbreytt og farsælt samstarf við listamenn úr öðrum greinum svo sem nútímadansara og sjónlistarfólk. Síðari hópurinn vakti með honum slíka ástríðu að úr urðu fljöldamörg samvinnuverk. Má þar nefna kanadíska kvikmyndagerðarmanninn Guy Maddin og langt samstarf hans við Gabríelu Friðriksdóttur.

Borgar hefur þanið ramma eigin sviðs og starfað, spilað og tekið upp með og gert útsettningar fyrir tónlistarmenn úr ýmsum áttum. Howie B, Damien Rice, Brian Eno, Andrea Bocelli, Ben Frost, Sigurrós, Mary j blige og Daníel Bjarnason eru meðal þeirra nafna sem prýða ótæmandi ferilsskrá Borgars.

https://www.youtube.com/watch?time_continue=5&v=ClAJzidfxsM
https://www.youtube.com/watch?time_continue=3&v=KJi1fNtNAxY

Earlier Event: October 18
KverK & Yann Leguay
Later Event: October 20
Steinunn Ása