Back to All Events

Mengi Series: Megas & Daníel Friðrik (Iðnó)

  • Iðnó 3 Vonarstræti Reykjavík, 101 Iceland (map)

Buy Tickets / Kaupa miða

Daníel Friðrik og Megas stíga á stokk í Iðnó þann 21. október kl. 21:00.
Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð Mengis í Iðnó; Mengi Series.
Miða má nálgast á miði.is með því að smella hér.

Efni þessarra hljómleika eru ný og eldri lög sem ekki hafa birst alþýðu manna með einum eða öðrum hætti. Þessi lög hafa ekki verið réttu lögin á þetta eða hitt prógrammið eða líktog fallið milli skips og bryggju orðið útundan án þess að hafa nokkuð til þess unnið. Nýrri söngvar eru tækifærisafurðir afkvæmi augnabliks sem ef svo má segja hefur frosið. Ennfremur eru nokkur sýnishorn frá verkum í vinnslu og eiga sér máski glæsta framtíð í óorðinni nútíð í það minnsta í vikunni með sunnudögunum sjö. Fúlsið nú ekki við krásunum lömbin mín.

ENGLISH

Mengi Series proudly presents Megas & Daníel Friðrik
live at Iðnó on October 21st. 

The event starts at 21:00
Tickets: 3.000 kr.
Tickets on sale HERE

The material they will present are new and older songs that have not yet been exposed to the public in any way before. These are songs that have not been right for this or that program, songs that have fallen between the cracks and been unfairly excluded for no obvious reason. The newer songs are products of moments that have frozen, creating a new opportunity for expression. Furthermore there are a few samples of work in progress that may have a grand future, at least in the week of seven Sundays. Don’t turn down this feast, my dear little lambs.

Earlier Event: October 20
Steinunn Ása
Later Event: October 24
SOE Kitchen 101: Graphic Score