Back to All Events

Mega-Ekspres & Daníel Friðrik

  • MENGI 2 Óðinsgata Reykjavík, 101 Iceland (map)

Kaupa miða / Buy Tickets

Daníel Friðrik Böðvarsson og dúóið MEGA-EKSPRES koma fram í Mengi, miðvikudaginn 31. október. Daníel byrjar á því að spila sína eigin tónlist og leikur síðan ásamt dúóinu.

Daníel Friðrik Böðvarsson starfar sem gítarleikari og upptökustjóri og fæst einkum við tónlist sem á rætur að rekja í rokki og djassi. Hann er stofnmeðlimur hljómsveitanna Moses Hightower og Pranke. Daníel útskrifaðist frá Jazz Institut Berlin árið 2014, þar sem hann lærði hjá Kurt Rosenwinkel, Greg Cohen og John Hollenbeck.
Daníel hefur áhuga á spunatónlist í sínu víðasta samhengi og hefur m.a. komið fram með Wadada Leo Smith, Skúla Sverrissyni, Greg Cohen, Shahzad Ismaily, Matthías Hemstock og Christian Lillinger.
Hann hefur farið í tónleikaferðalög með Högna, President Bongo, Helga Hrafni Jónssyni, SJS Big Band auk annarra.
Daníel hefur samið og flutt tónlist fyrir leikhús og dansverk og í tvígang hlotið íslensku tónlistarverðlaunin fyrir lagasmíðar með Moses Hightower. Síðustu misseri hefur Daníel leikið með Megasi.

Dúóið Mega-Ekspres samanstendur af Mija Milovic og Oliver L. B. Laumann.
Þau draga innblástur sinn úr mismunandi reynsluheimum innan tónlistar og má þar nefna melódískar lagasmíðar, spuna, leikhús, performans og óhefðbundin nótnaskrif.

Þrátt fyrir þau séu bæði fjölhæfir hljóðfæraleikarar þá hafa þau lagt stund á mismunandi tónlistargreinar; söng (Milovic) og trommur (Laumann).
Tónleikaferðalag þeirra samanstendur af tónlist eftir þau bæði, verkin eru útfærð fyrir rödd, slagverk og hljómborð.

Oliver og Mija hafa undanfarið verið að kenna við LungA skólann á Seyðisfirði og haldið tónleika víðsvegar um landið. Seinna á árinu stendur til hjá þeim að gefa út nokkur samstarfsverkefni, má þar nefna fyrstu plötu hljómsveitarinnar Funen með gítarleikaranum Lars Bech Pilgaard.
Þau hafa ferðast saman um heiminn, spilað á tónleikum, verið í ýmsum samstarfsverkefnum, tekið þátt í vinnustofum og haldið fyrirlestra. Þau bjuggu nýverið í Serbíu þar sem þau tóku þátt í verkefninu Goodiepal&Pals, þar sem þau héldu tónleika, kenndu tónlist og hjálpuðu flóttafólki meðfram landamærum Evrópu.

Tóndæmi er hægt að finna á soundcloud síðu þeirra:
https://soundcloud.com/mega-ekspres

Húsið opnar kl. 20:30 - Miðaverð er 2.000 kr.

∞ ∞ ∞ ∞

Daníel Friðrik Böðvarsson is a guitarist, songwriter and producer who mainly works in the field of experimental rock and jazz. He is a founding member of Moses Hightower and Pranke, touring the world as of late with Erased Tapes signee Högni and President Bongo. Recently relocated to Iceland, Daníel lived in Berlin for many years, immersing himself in the city’s vibrant improv scene. He has performed with notable figures such as Skúli Sverrisson, John Hollenbeck, Greg Cohen, Shahzad Ismaily and John Schröder in addition to playing with many bands in Iceland and mainland Europe.

Mega-Ekspres consists of Mija Milovic and Oliver L. B. Laumann.
They draw upon their extensive collective experience within distinct fields of music-making; melodic song-writing, improvisation, theater and performance as means of creating new music, alternative notation methods and music as social outreach.

Though both multi-instrumentalists, they are both trained instrumentalists on voice (Milovic) and drums (Laumann) respectively.
Their upcoming tour, this fall, will feature recent and collectively written music, will feature, voice and a multiple percussion and keyboard set-up.

Oliver and Mija have been teaching at Lunga Art School in Seydisfjodur as well as playing concerts around the country. Later this year they are also releasing several collaborative projects, such as debut-album of the new group Funen with guitarist Lars Bech Pilgaard.
Together they've been traveling around the world playing concerts with each other as well as doing local collaborations, taught numerous workshops and given lectures on music and activism in as differing settings as art academies and national galleries, asylum-centers, music venues, “social hubs” of various kinds around Europe.
They lived in Serbia until recently, together with the group Goodiepal&Pals, playing concerts, teaching music and helping refugees along the borders of the EU.

A selection of work can be heard through this soundcloud:
https://soundcloud.com/mega-ekspres

At Mengi on October 31st, they will be joined by guitarist Daníel Friðrik Böðvarsson. Doors at 20:30 - Tickets are 2.000 kr.

Earlier Event: October 27
Cycle at Mengi
Later Event: November 1
Paul Lydon