Back to All Events

Spectacular: Gamall / Old

  • MENGI 2 Óðinsgata Reykjavík, 101 Iceland (map)

Kaupa miða / Buy Tickets

Óður til ellinnar

Eftir því sem við eldumst, stirðna liðirnir í líkamanum og það hægist á hreyfingum okkar. Við tökum á okkur þá lokamynd sem okkur hefur verið skammtað úr erfðamenginu og heyjum vonlausa baráttu við tímann sem er að fjúka burt.

Ragnar Ísleifur Bragason er gamall maður, aleinn heima hjá sér. Hann sýslar eitt og annað: sópar gólf, gengur um, situr, pakkar saman. Hver er hann? Er hann á leiðinni eitthvert? Jafnvel fyrir fullt og allt? 

Verkið Gamall er óður til ellinnar,óður til gamla fólksins sem myndar stóran hluta mannkyns en við hugsum lítið sem ekkert til, þrátt fyrir að flest verðum við gömul og endum tilvist okkar á jörðinni sem hægfara verur með fangið fullt af tíma en takmarkaða getu til þess að nýta hann.

Ragnar Ísleifur Bragason er sviðslistamaður og rithöfundur. Hann nam við sviðslistabraut Listaháskóla Íslands og er meðlimur leikhópsins Kriðpleirs. Ragnar hefur einnig starfað með leikhópnum 16 elskendum og er einn af stofnendum Leikhúss listamanna sem sett hefur upp gjörninga og kabaretta.

Höfundur og leikari: Ragnar Ísleifur Bragason

Hreyfingahönnuður: Hrefna Lind Lárusdóttir

Sviðsmynd: Ragnheiður Maísól Sturludóttir 

Ráðgjöf: Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Jörundur Ragnarsson
//
As we grow older, our joints stiffen and our movements become slower. Our body gradually morphs into its final state. Ragnar Ísleifur Bragason is old, he’s home alone. He keeps himself busy with sweeping the floor, walking around, packing. Who is he? Is he going somewhere? Is he maybe leaving and not coming back?

OLD is an ode to age, to old people who are a growing part of human race but don’t get much public attention. Which seems a bit awkward, given that most of us do get old and end our existence on earth as slow movers with a lot of time on our hands but limited ability to use it before it all blows away.

Author & performer: Ragnar Ísleifur Bragason

Movement: Hrefna Lind Lárusdóttir

Set design: Ragnheiður Maísól Sturludóttir

Consultants: Hafsteinn Gunnar Sigurðsson & Jörundur Ragnarsson

Ragnar Ísleifur Bragason is a performer and writer. He studied Theatre & Performance Making at the Iceland Academy of the Arts and is an active member of Kriðpleir Theatre Group. Ragnar has also been active as a member of the theatre collective 16 Lovers and is co-founder of the Artists’ Theatre, a collective of artists who focus on performance and cabaret.

Later Event: November 17
Spectacular: Gamall / Old