Back to All Events

Verpa eggjum #2 | Skerpla | Fluxus-stefnan

  • MENGI 2 Óðinsgata Reykjavík, 101 Iceland (map)

Verpa eggjum #2
Fluxus - Skerpla - Fluxus

Skerpla, tilraunatónlistarhópur Listaháskóla Íslands flytur eigin verk innblásin af Fluxus-stefnunni. Hópurinn var stofnaður haustið 2018 með það að markmiði að flytja og skapa tilraunakennda tónlist.

Þátttakendur:
Elham Fakouri 
José Luis Alexander Anderson 
Jukka Niilo Ilmari Nylund 
Kurt Uenala 
Raminta Naujanyte 
Rósa Björg Ásgeirsdóttir 
Sakaris Emil Joensen 
Siobhan Dyson 
Snæfríður María Björnsdóttir
Steinunn Björg Ólafsdóttir
Berglind María Tómasdóttir
Erik DeLuca

Um Verpa eggjum:
Markmið tónleikaraðarinnar Verpa eggjum er að kynna og flytja tilraunatónlist sem sækir innblástur að stórum hluta í arfleifð John Cage, Pauline Oliveros, Christian Wolff og fleiri sem settu svip sinn á tónlistarsögu 20. og 21. aldar svo um munar. Það er þessi heimur tilraunatónlistar sem tónleikaröðin Verpa eggjum byggir á; tilraunatónlist vísar í eðli tónlistarinnar sem oft felur í sér rannsókn þar sem óvissa ríkir um útkomuna og er aukinheldur oft alls ekki aðalatriðið — framkvæmd verksins og hvernig að henni er staðið skapa meginforsendur tónlistarinnar. Verpa eggjum er framhald tónleikaraðanna COW og COWs sem fóru fram veturinn 2017-2018. Verpa eggjum vísar annar vegar í það náttúrulega fyrirbæri meðal lífvera að verpa eggjum og hins vegar í leikinn Verpa eggjum. Þannig er titill raðarinnar táknrænn fyrir nýtt upphaf og leik; hvort tveggja fyrirbæri sem tónleikaröðin Verpa eggjum stendur fyrir á listrænum forsendum.

Veturinn 2017-2018 fóru fram all sex tónleikar þar sem tónskáldin John Cage, Pauline Oliveros, Christian Wolff, Jennifer Walshe, Morton Feldman og Carolyn Chen voru í forgrunni. Auk þess var fluttur fjöldi verka eftir flytjendahópinn sjálfan sem voru ýmist kennarar eða nemendur við Listaháskóla Íslands. Röðin hóf svo göngu sína undir nafninu Verpa eggjum í haust, en alls eru þrennir tónleikar ráðgerðir á önninni. Fyrstu tónleikar raðarinnar fóru fram þann 21. september sl. í Mengi en þá hljómuðu verk eftir Daniel Corral en einnig verkið For Boys & Girls eftir Atla Heimi Sveinsson.

Verpa eggjum er í samstarfi við Mengi, Norræna húsið og Listaháskóla Íslands, og styrkt af Tónlistarsjóði.

Húsið opnar kl. 14:30 - Viðburðurinn hefst kl. 15:00


//

Verpa eggjum #2
Skerpla - Fluxus - Skerpla

Skerpla Experimental Music Ensemble presents Fluxus-inspired works.

Skerpla was founded in 2018 and is based at Iceland University of the Arts

Participants:
Elham Fakouri 
José Luis Alexander Anderson 
Jukka Niilo Ilmari Nylund 
Kurt Uenala 
Raminta Naujanyte 
Rósa Björg Ásgeirsdóttir 
Sakaris Emil Joensen 
Siobhan Dyson 
Snæfríður María Björnsdóttir
Steinunn Björg Ólafsdóttir
Berglind María Tómasdóttir
Erik DeLuca

Verpa eggjum - new concert series promoting new & experimental music kicked off in the Fall 2018. The concert series is in close collaboration with Mengi and LHÍ - Iceland University of the Arts.

Collaborators: Mengi, The Nordic House & Iceland University of the Arts. Verpa eggjum is supported by Music Fund.

Door 14:30 - Free entry, all welcome