Back to All Events

Jólatónleikar systkinanna Kolfí og Stebba

  • MENGI 2 Óðinsgata Reykjavík, 101 Iceland (map)

Jólatónleikar systkinanna Kolfí og Stebba í Mengi.
Húsið opnar kl. 20:30 - Miðaverð er 2.000 krónur.

Systkinin margkunnu Kolfí og Stebbi taka sig til og hringja inn jólin í ár.

Ásamt fríðu föruneyti munu þau flytja nokkur vel valin jólalög og blása jólaandann í hjörtu áheyrenda með dæmisögum og hlýju hjali milli laga.

Nokkrir af landsins bestu tónlistarmönnum munu spila undir söng systkinanna, en hljómsveitina skipa þau Oddur Báruson (píanó), Tumi Árnason (saxófónn), hjónin Indriði Ingólfsson (gítar) og Salka Valsdóttir (bassi) og Sigurður Möller Sívertsen (trommur) en þess má geta að þau Sigurður og Kolfinna eru einnig hjón. Því má með sanni segja að ástin verði allt um kring og yfirflæðis í Mengi, síðla aðventu þann 21. desember næstkomandi.

Láttu þig ekki vanta í Mengi þetta ljúfa jólakvöld.

Kolfinna Nikulásdóttir útskrifaðist árið 2016 af sviðslistabraut LHÍ og hefur síðan starfað sem leikstjóri. Kolfinna er einnig sjálfmenntaður rappari.

Nikulás Stefán Nikulásson útskrifaðist árið 2013 af myndlistarbraut LHÍ og hefur síðan þá sýnt við hin ýmsu tækifæri.

Earlier Event: December 20
Óskar Guðjónsson & Skúli Sverrisson
Later Event: December 22
Ólöf Arnalds