Back to All Events

Ólöf Arnalds

  • MENGI 2 Óðinsgata Reykjavík, 101 Iceland (map)

Ólöf Arnalds kemur fram í Mengi laugardagskvöldið 22. desember og syngur inn jólin með sinni íðilfögru rödd sem hefur verið lýst sem framandi / "otherworldly” af New York Times og töfrandi / “stunning” af SPIN.
Hún mun koma fram ásamt Skúla Sverrissyni, bassaleikara og tónskáldi.

Ólöf Arnalds, lagahöfundur, söngkona og þúsundþjalasmiður, hefur um árabil skipað sér í röð áhugaverðustu tónlistarmanna Íslands. Hún hefur sent frá sér rómaðar sólóplötur: Við og við (2009); Innundir skinni (2010), Ólöf Sings (2011), Sudden Elevation (2013) og Palme (2014). Hún kemur reglulega fram á tónleikum víðs vegar um Evrópu og Bandaríkin.

Skúli Sverrisson, bassaleikari og tónskáld, hefur verið í framvarðarsveit íslenskra tónlistarmanna og starfað með stórum hópi tónlistarmanna á borð við Eyvind Kang, Laurie Anderson, Blonde Redhead, Lou Reed, Ryuichi Sakamoto, Jóhann Jóhannsson, Hildi Guðnadóttur og fleiri og fleiri. 
Skúli er einn af stofnendum Mengis og listrænn stjórnandi staðarins.

Húsið opnar kl. 20:30 - Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 - Miðaverð er 2.500 kr.