Back to All Events

Ljótur

  • MENGI 2 Óðinsgata Reykjavík, 101 Iceland (map)

Buy tickets

Á þessum tónleikum dregur Ljótur (Arnljótur Sigurðsson og hverjir sem honum kunna að fylgja) einn og annann misjafnan sekkjarkött upp úr mysumaðkspokahorninu. 

Dagskrá hefst kl. 20. Miðaverð er 2.000 krónur.

Efnisskráin inniheldur meðal annars endurvinnslu á plötu hans Línur sem fagnar fjögurra ára afmæli um þessar mundir.
Ný sveimtónlist fær að heyrast og lögin Mjásubína og Pottþétt Vitundarvakning verða leikin fyrir gesti. 
Eitthvað mun hann leika sér með geisladiska og fá úr þeim ný og óvænt hljóð. 
Tilraun til hljóðljóða verður gerð, þar sem ormagöng tungumálsins færa okkur óvæntar tengingar. Á mörkum uppistands? Hver veit?
Fyrir bæði og eftir tónleikana munu vinir Ljóts spila vel valin og sjaldheyrð lög úr ranni Ljóts fyrir gesti, jafnvel óútgefið og kyrfilega vel falið efni.
Einnig verða sýnd myndbönd og myndverk eftir Ljót, og plötur hans, Úð og Línur verða falar gestum. 

20:00 - Drekkutími til kl. 21:00. Drykkir á vinalegu verði.
20:00 - Vinir Ljóts og Blóma (dj-set)
21:00 - Ljótur (tónleikar)
22:00 - Vinir Ljóts og Blóma (dj-set)


Hér er svo tónleikakynningin í bundnu máli.

Ljótur spilar:


i

Gamalt verður endurunnið
ýmislegt á staðnum spunnið
Eitthvað sem þið kannski kunnið
hverfult hljóð sem út er brunnið


ii

Glettinn gerður glymjandi
Glaumur þrunginn þrymjandi
Hrýtur harður hrynjandi
Hrekkur skekinn skynjandi
Drunginn verður dynjandi
Dreymir strauminn stynjandi


iii

Stundum saman stundum gaman
Stundum gaman stundum saman

[iiia]

Láist mér að segja yður leiðinlegan brandara?
(líkkistu uppistandara)


iv

hávaðaroksins hörpustrok
heyrast loksins þagnarlok
spunasproksins dekurdok
djúpa vogsins brakar brok
utan boxins fjaðrafok
fagurt goggsins kvakar kok


v

soundcloud.com/ljotur
arnljotur.bandcamp.com
soundcloud.com/kraftgalli
mixcloud.com/krystalcarma


vi

flautan þver þvílík hér
þvegin er af skoðunum
ein og sér ávöxt ber
eins og gerð af goðunum

gígju strokkar gítarplokk
gripin stokkar fljótur
strákur okkar eyrnalokk
í öðru rokkar ljótur


vii

hljóðum hýstur
hoppar skýst
ljóðum lýstur
lengi víst
þrumum þrýstur
þrýtur síst
klavíerklístur
kjálkagníst
púkablístrur
blásturstíst

A.S.2018

Earlier Event: February 17
Askja Cello Ensemble
Later Event: February 23
AAIIEENN & Nicolas Kunysz