Back to All Events

V I Ð B R Ö G Ð / / / R E A C T I O N S

  • MENGI 2 Óðinsgata Reykjavík, 101 Iceland (map)

Buy tickets / Kaupa miða

V I Ð B R Ö G Ð / / / R E A C T I O N S

Daníel, Guðmundur og Pétur eru plánetur á reiki um sólkerfi Reykjavíkur. Næstkomandi föstudag 6. Apríl í Mengi munu sporbaugar þeirra mætast í fyrsta sinn. Samskipti þeirra fara fram í ljóði á klassíska gítara og lífrænn spuninn leitast við að særa órafmagnaða hljóðláta söngva úr gíturum hvers annars.


Miðaverð 2500
Tónleikarnir hefjast kl 21:00


Daníel Friðrik Böðvarsson starfar sem gítarleikari, lagahöfundur og pródúsent og fæst einkum við tónlist sem á rætur að rekja í rokki og djassi. Hann er stofnmeðlimur hljómsveitanna Moses Hightower og Pranke og hefur undanfarin ár farið í tónleikaferðalög með Högna og President Bongo. Daníel bjó um hríð í Berlín og kannaði þar spunatónlist í sínu víðasta samhengi. Hann hefur leikið með John Hollenbeck, Greg Cohen, Skúla Sverrissyni, Shahzad Ismaily, John Schröder auk fjölda hljómsveita á Íslandi og meginlandi Evrópu.

Guðmundur Pétursson hefur leikið á um 200 plötum, óteljandi tónleikum og sjónvarpsþáttum auk hljómleikaferða um fimm heimsálfur. Hann hefur spilað með listamönnum er spanna eins vítt svið tónlistarinnar og Pinetop Perkins, Megas, Donal Lunny, Ragga Gröndal, Erlend Oye, Pattie Smith og Andra Day.
Guðmundur hefur gefið út plöturnar Ologies (2008), Elabórat (2011) og Sensus (2015) auk þess að starfrækja eigin hljómsveit. Hann hefur einnig unnið í heimi klassískrar tónlistar bæði sem tónskáld og einleikari. Meðal verka hans eru “Konsert fyrir rafmagnsgítar og hljómsveit” sem frumfluttur var með SinfóníuNord 2016 og “Enigma - Fyrir rafmagnsgítar og kammersveit” sem frumflutt var á Myrkum Músíkdögum 2017. Guðmundur er einnig virkur á sviði jazz og spunatónlistar og er m.a. meðlimur í hljómsveitinni Annes sem nýverið hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir plötu ársins í jazzflokki. Hann hefur áður fengið verðlaun i sama flokki fyrir tónverk ársins (2015) og þrívegis sem gítarleikari.

Pétur Ben hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi um árabil. Hann hefur sent frá sér tvær sólóplötur, Wine For My Weakness sem kom út árið 2007 og vann til Íslensku tónlistarverðlaunanna ári síðar og God's Lonely Man sem út kom árið 2012. Hann vinnur nú að sinni þriðju sólóplötu ásamt Helga Jónsssyni tónskáldi og básúnuleikara og öðrum músíkölskum sálufélögum.
Á meðal samstarfsmanna Péturs má nefna amiinu, Shahzad Ismaily, Mugison, Kippa kaninus og Emiliönu Torrini, hann hefur samið tónlist við kvikmyndir Ragnars Bragasonar (Börn (2006), Foreldra (2007), Málmhaus (2013)), útsett tónlist Nick Cave og Warren Ellis fyrir sýningu Vesturports á Woyzeck (2015) og samið tónlist fyrir hina rómuðu sjónvarpsþáttaseríu Fangar (2017) svo fátt eitt sé nefnt af tónlistarverkefnum hans.

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ 

Gudmundur, Daniel and Petur are all known as guitarists with very different styles. This coming Friday their stars will align for the first time. Their communication takes place in a poem and their organic improvisations aims to exorcise quiet songs from one another.

Doors at 20:30 - Tickets are 2.500 kr.